Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 8
118
Sameiningin
einkanlega hjá eldra fólki sem ekki gat eða vildi dansa.
Eftir því sem næst verður komist, sóttu um fimm þús-
und manns þessa miklu hátíð.
Fjallkona dagsins var frú Steinunn Somerville en hirð-
meyjar þær Margaret Stefanía Anderson og Esther Hilda
Stevens og eru þær allar afkomendur fyrstu landnáms-
manna N. íslands. Fjallkonan sómdi sér ágætlega og flutti
ávarp sitt vel og sköruglega.
Fulltrúi íslands á hátíðinni var Pálmi Hannesson, rektor
Mentaskólans í Reykjavík. Hann flutti fagrar kveðjur frá
ættlandinu og var öll hans framkoma mjög lofuð af þeim
sem til hans heyrðu. Ýmsir aðrir fluttu einnig kveðjur svo
sem Grettir L. Jóhannsson, ræðismaður; Douglas Campbell,
forsætisráðherra Manitobafylkis; Garnet Coulter, borgar-
stjóri í Winnipeg; Barney Egilson, bæjarstjóri á Gimli;
Sigurður Vopnfjörð, oddviti Bifrastarsveitar; W. E. Gordon,
bæjarstjóri í Selkirk.
Aðalræður dagsins fluttu þeir prófessorarnir Thorberg-
ur Thorvaldson og Skúli Johnson. Thorbergur mælti á ís-
lenzku fyrir minni landnemanna, en Skúli á ensku og nefndi
erindi sitt „Our Heritage11. Báðar ræðurnar voru vel hugs-
aðar og vel samdar, sem við var að búast. Fimm skáld fluttu
kvæði og voru það: Þ. Þ. Þorsteinsson, „Minni Landnem-
anna“; E. P. Jónsson, „Hugsað til íslands“; G. O. Einarsson,
„Landnemaljóð“; Frank Olson, „Willow Point“ og Albert
Halldorson, „A Toast to Canada“. Kvæði Þ. Þ. Þ. má óefað
skipa í flokk með Sandy Bar Guttorms og beztu kvæðum
Stephans G., þeirrar tegundar. Kvæði Einars túlkaði fagur-
lega tilfinningar íslenzku útlaganna til ættlands síns enda
hafa ekki aðrir hér þýðlegar um þá strengi strokið.
Söngflokkur Nýja-íslands undir stjórn Jóhannesar Páls-
sonar frá Geysi söng þarna mörg lög af mestu snild og
sögðu þeir sem vit hafa á, að sjaldan hafi blandaður kór
sungið betur á útisamkomum á þessum slóðum. Þá skemti
einnig Ólafur N. Kárdal með einsöng og túlkaði hann vel
þau lög, sem hann fór með og er raddmaður mikill.
Þessari miklu landnámshátíð stjórnaði séra Valdimar J
Eylands af skörungsskap og lipurð sem ekki er á allra færi.
Víst er um það að landnámshátíð þessi tókst ágætlega og
varð forstöðunefndinni og öðrum, sem að henni stóðu, til
stórsóma. Hitt er annað mál að hún hefði gjarnan mátt vera