Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 15
Sameiningin
125
Forseti Kirkjufélag’sins, ásamt sóknarpresti og safnaðarnefnd
Lundarsafnaðar. Séra Jóhann Friðrickson, Séra Egill H. Fáfnis,
W F. Breckman, Mrs. Ólöf Johnson, Mrs. Margrét Björnson,
G. A. Breckman, D. J. Lándal.
Innsetning á Lundar
Enda þótt 1. september bæri upp á virkan, en ekki
helgan dag, verður hann vafalaust lengi í minnum hafður
meðal þeirra er unna kirkju og kristindómi í Lundarbæ og
nágrenni hans. Þann dag rættist draumur safnaðarins þar
um að fá fastan prest, en um margra ára skeið hafði hann
notið að mestu þjónustu presta er ekki áttu þar heima.
Þrátt fyrir alla erfiðleika hefir söfnuðurinn haldið saman,
rækt sunnudagaskóla, og ungmenna starf, og endurbætt
kirkju sína, sem nú er hið prýðilegasta guðs-hús. Einnig
hefir hann nú eignast íbúðarhús fyrir prestinn, og vinnur
nú að því að prýða það og endurbæta. En lengi horfði þung-
lega um það að söfnuðurinn gæti fengið fasta prest. Úr
þessu rættist þó, er söfnuðurinn réðist í að kalla séra Jó-
hann Fredriksson, sem um allmörg undanfarin ár hefir átt
heima í Deloraine, en hafði áður þjónað Lundar og öðrum
söfnuðum kirkjufélagsins, og nú síðast í Churchbridge, en
söfnuðurinn þar, hefir einnig kallað hann til nokkurrar
þjónustu á ári hverju ásamt Lundar.