Sameiningin - 01.09.1950, Blaðsíða 10
120
Sameiningin
Þennan boðskap verða kennarar að kenna, og nemend-
ur að nema, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Það er
engin miskun hjá Magnúsi. Kommúnistar hlýfast ekki við
að hegna með ýmsu móti þeim námsmönnum, sem ekki
beygja kné fyrir Karli Marx. Ef nemandi sýnir af sér sjálf-
stæði nokkurt andlegt, þá á hann víst að missa námsstyrk
og önnur hlunnindi, hversu vel sem hann stundar nám
sitt að öðru leyti.
Rússastjórn hefir litlar mætur á trúuðum námsmönn-
um, og sérstaklega ef þeir virðast líklegir til að komast í
prestsstöðu. Prestum og prestaefnum gjörir hún lífið svo
leitt sem unt er á þessu stígi landsmálanna austur þar, og
heíir komið sínum ráðum í það horf, að austan við fljótin
Neisse og Oder, þar sem Rússar og Pólverjar hafa nú völd,
er völ á aðeins tveim kennimönnum úr hópi mótmælenda;
og eru þó enn eftir 175 þúsund mótmælendur á þessu svæði.
Þegar bolsevikar treysta sér ekki til að hnekkja ein-
hverju því verðmæti, sem aðrir meta mikils, þá snúa þeir
við blaðinu, hæla þeim kostagrip á allar lundir — og eigna
hann sjálfum sér. Svo var um tónskáldið mikla, Jóhann
Sebastian Bach, sem átti tvö hundruð ára dánarafmæli nú
í sumar.
Bach var einn af fremstu tónskáldum síðari alda; braut-
ryðjandi mikill á vegum þeirrar listar eins og kunnugt er.
Hann var maður vel kristinn, lúterskur; og hefir víst eng-
inn maður látið eftir sig meiri afrek í organmúsik og kirkju-
söng.
Dánarafmæli Bachs var tignað víða um heim með há-
tíðahöldum á þessu sumri, en hvergi líklega betur en á
sjálfu Þýzkalandi, þar sem hann fæddist og ól aldur sinn.
Var hans víða minst í kirkjum landsins, sem maklegt var.
Á Austur-Þýzkalandi var heilmikið um þessi hátíðahöld.
Bolsar gátu ekki rönd við reist, og tóku því hitt ráðið,
að eigna sér manninn og allan hans kirkjusöng. Bach var
framsóknarmaður, sögðu þeir — eins og satt var, vita-
skuld — og hefði hann lifað á vorum dögum, „þá hefði
hann gengið í þann flokkinn, sem nú er að berjast fyrir
friði og betra samkomulagi á meðal þjóðanna“. En þann
vitnisburð gefa kommúnistar sjálfum sér. Bach hefði því,
að þeirra sögn, verið kommúnisti hefði hann lifað í dag.
G. G.