Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 8
6 Sameiningin Ólafsson, sem svo lengi hefur þjónað í Betel nefndinni, komst hann svo að orði, að Betel væri talandi dæmi um það, að dagar kraftaverkanna væru ekki úti. Einnig talaði Dr. Thorlakson og lýsti framkvæmdum. Var það ánægjulegur endir góðs þings að fara til Betel og sjá, hve miklu hafði verið áorkað þar. Auk Dr. Thorlakson gáfu þeir Victor Jónasson, K. W. Jóhannsson og Grettir Eggertson skýrslur til þingsins. Voru þær allar mótteknar með þakklæti. Hinir nývígðu prestar, Honald Olsen og Wallace Bergman, sjást á miðri myndinni, umkringdir af eldri prestum kirkjufélíigsins. Þá voru einnig gefnar skýrslur Elliheimilanna á Mountain, Borg, sem Orville Bernhoft gaf, og Höfn í Van- couver, sem gefin var af séra Eiríki Brynjólfssyni. Frú Elizabeth Bjarnarson gaf skýrslu Fræðslunefndar Kirkjufélagsins, þar sem hún ræddi um Sunnudagaskóla og Sumarfrísskóla af umhyggju mikilli. Forseti Æskulýðssam- bands Kirkjufélagsins (The Viking Luther League) Dennis Eyolfson gaf skýrslu þeirra félagssamtaka. Var ánægjulegt að veita henni móttöku og mikið gleðiefni, að Æskulýðssam- tökin skuli starfa eins vel og raun ber vitni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.