Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1958, Síða 12

Sameiningin - 01.04.1958, Síða 12
10 Sameiningin arnir miklu, séra Jón Bjarnason og séra Friðrik Bergmann, skyldu ekki bera gæfu til samþykkis. Séra Jón kom vestur í Vatnabyggðir, prédikaði og flutti erindi. Hann bauð mér að heimsækja sig, er ég kæmi til Winnipeg. Nokkru seinna gisti ég þar hjá séra Friðriki. Ég sagði honum, að nú ætlaði ég að halda á fund séra Jóns og spurði, hvort hann ætlaði ekki að koma með. Hann þagnaði við og tók að ganga fram og aftur um skrifstofu sína. Loks gekk hann að einum bóka- skápnum ,tók út úr honum eitt bindi af Breiðablikum, blaðaði í þeim og gekk síðan til mín og sagði: „Lesið þetta og segið mér síðan, hvort þér álítið, að ég geti heimsótt séra Jón, eftir að hafa skrifað þetta um hann.“ Það var auð- vitað ekki neitt lof, sem ég las, en ég svaraði: „Já, ég álít, að þér getið það.“ Aftur þagði séra Friðrik litla stund, en sagði svo: „Ég ætla að koma með.“ Síðan gengum við til séra Jóns. Honum brá nokkuð, er hann sá séra Friðrik, tók við yfirhöfnum okkar og bauð okkur inn í skrifstofu sína og ræddum við þar saman nokkra stund. Síðan kvöddumst við, og sá ég aldrei séra Jón eftir það. Hann andaðist á næsta ári. En séra Friðrik skrifaði mér á eftir: „Koma okkar til séra Jóns greiddi mér veginn að banasæng hans. Hann tók mér með blíðu. Hann sagði: í bréfum mínum til þín fyrrum ávarpaði ég þig: Elskulegi vinur. Nú vil ég, að í því ávarpi felist allt hið sama og þá.“ Ef til vill hefir ekkert stutt betur að því að lægja ófrið- aröldurnar en þetta handtak þeirra. III. í Vatnabyggðum var prestur á undan mér Jakob Lárus- son, mannvinur mikill, brennandi í anda og prédikari góður. Þótt hann væri þar aðeins eitt ár, urðu hans spor. Eftir mig komu þrír prestar að heiman: Séra Jakob Kristinsson, séra Friðrik A. Friðriksson og séra Jakob Jónsson, allir frjáls- lyndir áhugamenn, er ræktu prestsstarf sitt af mikilli prýði. Heimsækir séra Friðrik nú aftur söfnuði sína og starfar hjá þeim. íslenzku söfnuðirnir í Norður-Dakota nutu einnig um langt skeið prestsþjónustu að heiman, fyrst séra Lárusar Thorarensens, sem var ástsæll mjög og þótti prédikari ágætur, þá séra Magnúsar Jónssonar, hins glæsilega gáfu-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.