Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1958, Page 15

Sameiningin - 01.04.1958, Page 15
Sameiningin 13 hafs, kirkjubókum, líkræðum, ættartölum og sæg af öðrum handritum og ætlar enn á næsta sumri að leggja vestur í slíkan leiðangur. Trúmálaágreiningurinn varð minni og stefna Hins evangeliska lúterska kirkjufélags varð í höfuðatriðum hin sama sem Þjóðkirkjunnar heima. Dr. Björn B. Jónsson forseti, sem fyrrum hafði átt í mjög hörðum ritdeilum við dr. Jón Helgason, heimsótti ísland og hreif menn með ljúf- lyndi sínu, víðsýni og frjálslyndi. Og Prestafélag íslands gaf út erindaflokk eftir hann, sem hann nefndi Guðsríki og náði góðri útbreiðslu. Samgöngur urðu greiðari í milli, og við fengum marga ágæta gesti að vestan, m. a- á Alþingishátíð- ina 1930, og ýmsir menntamenn héldu héðan vestur til fyrir- lestrahalds. Námsmönnum frá íslandi fjölgaði einnig stöðugt við háskóla vestra. Prestar að vestan, er heimsóttu okkur á þessum árum, voru séra Albert Kristjánsson og séra Sig- urður Ólafsson, séra Jónas A. Sigurðsson, og forseti Þjóð- ræknisfélagsins, séra Rögnvaldur Pétursson. En um langt skeið féllu niður ferðir ungra guðfræðikandidata eða presta vestur um haf. Orsök þess kann að hafa verið prestaekla hér heima á íslandi fremur en áhugaleysi á prestsstarfi vestra. Gekk svo um hríð. VII. Þá var það mikið lán, að dr. Sigurgeir biskup Sigurðs- son var valinn fulltrúi af Islands hálfu á aldarfjórðungs- afmælisþing Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg 1944. Ferðaðist hann mikið um vestra og flutti margar ræður og guðs- þjónustur við afbragðsgóða aðsókn og aðdáun. Varð koma hans mjög til þess að vekja samhug og sameina þjóðarbrotin báðum megin hafsins, en þó einkum til að efla samband með kristninni vestan hafs og austan. Kirkjufélagið lýsti glöggt afstöðu sinni með því að kjósa hann heiðursverndara sinn. Jafnframt var hann kosinn forseti Þjóðræknisfélagsins heima. Síðan hefir verið unnið að því jafnt og þétt að efla samvinnu íslendinga austan hafs og vestan að kristnidóms- málum. Hafa forsetarnir vestra sízt látið sinn hlut eftir liggja, þeir dr. Richard Beck, séra Valdimar Eylands, dr. theol., og séra Philip Pétursson. Næsta ár, 1945, átti Kirkjufélagið 60 ára afmæli, og bað

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.