Sameiningin - 01.04.1958, Síða 17
Sameiningin
15
IX.
Hvað er nú af þessari sögu að læra?
Ég hefi heyrt því haldið fram, að ekkert gagn sé að því
að stunda sögu, því að hún endurtaki sig aldrei. En eigi er
það í samhljóðan við orð prédikarans, að ekkert sé nýtt undir
sólinni. Og enda þótt ekkert gerist aftur í þröngri bókstafs-
merkingu, þá eru sömu lögmál ríkjandi í framtíð og fortíð.
Við skulum athuga vel þau spor, er liggja fram til vax-
andi samstarfs að kristindómsmálum, leitast við að feta þau
og herða gönguna, minnugir orðtaksins: Það skal fram, sem
fram horfir meðan rétt horfir.
1. Komum á reglubundnum prestaskiptum yfir hafið
eitt og eitt ár í senn. Kostnaður af því af hálfu hins opinbera
á ekki að þurfa að vera annar en ferðakostnaðurinn. í hann
má ekki horfa, því að fátt mun treysta böndin betur í milli
íslendinga báðum megin hafsins.
2. Ungir guðfræðingar af íslandi gjörist prestar vestan
hafs. Prestaekla fer minnkandi hér heima á síðustu árum,
svo að við erum fremur aflögufærir en fyrr. Varla má gjöra
ráð fyrir langri prestsþjónustu yfirleitt vestra af hendi
þessara manna. En „er á meðan er,“ og starfsárin vestra
geta orðið ágætur undirbúningur undir athafnaríka prests-
æfi austan hafs.
3. Guðfræðingar héðan stundi framhaldsnám við beztu
guðfræðiháskóla vestan hafs, og guðfræðingar að vestan við
háskóla okkar. Þetta á að verða miklu léttara en áður við
vaxandi styrki, og má í þeim efnum vænta mikils af félaginu
nýstofnaða Canada-ísland.
4. Hvers konar viðleitni verði studd til varðveizlu heim-
ilda að kristnisögu Vestur-íslendinga.
5. Tímaritin, Kirkjuritið og Sameiningin, verði úlbreidd
miklu meira báðum megin hafsins. Styrki íslenzka ríkið,
ef þörf gerist.
G. Árlega verði haldið uppi skipulegum hópferðum ís-
lendinga yfir hafið með hagkvæmum samningi við flug-
félögin.