Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 4
34 í nýju Ijósi. Vér höfum dregið sjálfa oss á tálar. Hálfsof- andi samvizka vor hlustaði á seiðandi raddir heimsins, er sögðu, að öllu væri vel borgið — vér værum virðulegt og gott fólk — engin ástæða til að hugsa um afbrot vor og ófullkomlegleika — og því trúðum vér af fúsurn huga. En viðvarandi rödd guðsorðs segir : “Ef vér segjum vér höfum ekki synd, þá svíkjum við sjálfa oss og sannleik- urinn er ekki í oss.” (Jóh. 1: 1-8). — Úr djúpi hugarins rísa upp hálfgleymdar minningar um vora eigin sekt: svo oft höfum vér breytt gagnstætt því, er vér áttum að breyta; hirðuleysi í andlegum efnum hefir oft einkent oss. Vér erum oss þess meðvitandi að sumar syndir vorar gagnvart Guði og mönnum voru ásetnings syndir, drýgðar mót betri vitund. En oft gátum vér í fullri alvöru tekið undir og tileinkað oss orð postulans mikla: “Hið góða sem eg vil, gjöri eg ekki, en hið vonda sem eg vil ekki, það gjöri eg.” Svo oft höfum vér gert oss seka í því, sem guðsorð varar við — vér höfum dregið sjálfa oss á tálar, með því að gera lítið úr afbrotum vorum. En það er að svíkja eigin sál. Á öllum öldum hafa þeir menn verið til, sem gerðu lítið úr syndasekt mannanna; sem töldu að menn þyrftu ekki á frelsandi krafti Guðs að halda, en kendu að menn væru sjálfum sér nógir. í fornkristninni gerði Gnóstíka stefnan lítið úr syndum manna, og þá um leið á þörfinni á frelsun frá synd. Ótvírætt var sú stefna að verki, þegar Jóhannes postuli á efri æfi árum var að verki í Efesusborg. Vel má það vera að orð hans hér tilfærð, hafi verið viðvörun gegn kenningum Gnóstíkanna, en jafnframt því eiga þau ávalt við hið óstöðuga og hvikula mannhjarta á öllum öldum. Mannleg speki á enga lækningu til, sem friði órólegt hjarta syndugs manns. Guð einn er þess megnugur með sinni fyrirgefandi náð. “Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér að nýju stöðugan anda,” er hin ógleymanlega bæn 1 51. sálmi Davíðs. Það er innileg bæn sem stígur upp frá þeirri sál, sem kennir sárt til sinna meina. “Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, og hreinsar oss af öllu ranglæti,” segir Jóhannes guðspjallamaður. (1 Jóh. 1: 9). - Athugum hvílíkur himneskur fögnuður það er, sem slík orð færa iðrandi sálu manns ! En hver eru skilyrðin fyrir því að verða slíkrar náðar aðnjótandi ? Þau eru að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.