Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1946, Síða 5

Sameiningin - 01.03.1946, Síða 5
35 maður jinni tii “sektar sinnar, játi hana fyrir Guði, Þrái að losna við fjötur hennar, hungri eftir því að gera betur en áður, áformi að ganga í endUrnýungu lífsins. — Geri hann þetta, má hann öruggur og ókvi'ðinn byggja á trúfesti Guðs, sem af náð sinni fyrirgefur syndina og gefur honum styrk til fullkomnara lífernis. Hinn sami fyrirgefandi kær- leikur hreinsar hann af saurugleik syndarinnar. Fyrir Guðs náð vorar í sálu hans. Nýr gróandi er þar að verki. — Að sönnu verður hann að mæta afleiðingum drýgðra synda. Þótt Guð fyrirgefi, — og menn gleymi, er margt hulið í hugardjúpi iðrandi manns, sem hann getur aldrei sjálfum sér fyrirgefið. Sárin gróa, en örin eru eftirskilin. Slík afstaða er iðraninni samfara og ávöxtur hennar. Breytingin sem orðin er, er raunveruleg. Alt viðhorf hans er orðið nýtt. Hann hefir gengið frá myrkri til ljóss. “Hið gamla er afmáð, alt er orðið nýtt!” Slík er þá náðargjöf Guðs í Jesú Kristi oss til handa. Sækjumst vér eftir þessum vaxtarskilyrðum í samféla-ginu við Guð, eins og vera ber ? Jafnvel kristna leiðtoga greinir á í þessum efnum. Einnig prestunum förlast hér sýn, ekki síður en öðrum mönnum. Skrif um þetta efni, milli tveggja háttstandandi prestlærðra manna á íslandi, hafa birzt í blaði einu sem út er gefið í höfuðstað íslands. Bergmál af þeim umræðum hefir heyrzt í blaði hér vestanhafs. Tilefni nefndrar deilu á upptök sín í ummælum, í hirðisbréfi biskupsins yfir ís- landi. Spursmálið sem um hefir verið ritað af mikilli alvöru : “Hver á að þvo syndirnar ?” er sýnilega átök milli tveggja ólíkra skoðana. Naumast hefði þetta umtalsefni orðið deilu- tilefni, nema fyrir þá sök, að all-mjög greinir á, um skilning á því sem er hjartablað trúar vorrar : Jesús Kristur, og endurlausnarstarf hans. Vissulega hefir það löngum verið skilningur og játning kristilegrar kirkju að hann einn fær hreinsað oss af saurugleik syndarinnar og frelsað oss frá henni. Það fylgir af sjálfu sér, að hinn iðrandi maður þráir öllu fremur, að verða,—eftir því, sem í hans valdi stendur, samverkamaður Guðs, að sinni eigin betrun og afturhvarfi. Að efla eigin sáluhjálp, með ótta og andvara, er hans hjart- fólgnasta löngun, svo að hann megi vaxa í náð og þekkingu á Guði og vilja hans. Látum oss, kristnir menn, á þessari föstutíð, horfast í

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.