Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1946, Side 11

Sameiningin - 01.03.1946, Side 11
41 Á dögum Nóa hefir mönnum að líkindum verið talsvert farið fram að vitsmunum í tímalegum efnum, en sá var ljóður á þeirri þekkingu, að menn voru búnir að gleyma skapara sínum að miklu leyti; rnenn gengu út og inn eins og hann kæmi sér sára lítið við. Menn þóttust sjálfbjarga án hans. Sjálfsagt hafa menn þó haft einhvern átrúnað, sem afvegaleidd skynsemi þeirra blés þeim í brjóst. Eftir átrúnaði þessara manna fór siðferðis ástand þeirra. Guðlegt lögmál var virt að vettugi eða fæstir sintu því. Al- ment siðleysi var ríkjandi, talinn vesældómur að vera stað- inn að afbrigða glæp; enda fáir um að klaga. Því flestir vissu sig að meiru eða minnu seka. Það mundi því áhættu- minst að láta sem svo að menn vissu ekkert um framgangs- máta annara. Það ríkti almenn yfirborðs hylming í sam- félaginu. Andleg mál hafa verið utangátta hjá flestum, að því er að líkum ræður, og ótímabært að ræða um þau mál á háum stöðum. En Guð lætur sig aldrei án vitnisburðar. Nói sá hættuna og reyndi að sporna við henni í orði og verki; líklega talinn ofsatrúarmaður o. fl. Það var líka óhætt; hann var í svo ákveðnum minnihluta. “Heyrið þið karlinn Nóa; hann lætur eins og það sé komið að heimsenda.” Eg get ímyndað mér að umtal manna hafi verið á þennan hátt, en svo kom að endalokum fyrir fólki þessu; það fórst á hörmulegan hátt, en Nói bjargaðist með fjölskyldu sinni. Guð lét hann ekki verða sér til minkunar fyrir trú sína. Minninguna um hirín hryggilega sorgarleik geymir sagan. Ef til vill mætti telja minnisvarða yfir þessu afvega- leidda fólki það, sem Pétur getur um: Hann (Jesús) fór einnig burt og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi, sem voru óhlýðnir fyrrum, þegar Guðs langlyndi beið á dögum Nóa. I. Pét. 3: 20. — Framh.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.