Sameiningin - 01.03.1946, Síða 12
42
Dr. Kagawa
Við höfum heyrt um hann. Það var á sólskins dögum,
þegar við horfðum á friðinn fegra jörðina. Alt sýndist
leika í lyndi. Broshýr framtíðin blasti við oss og sýndist
svo unaðsleg. Menningarþjóðirnar voru á hraðri framfara-
leið. Vísindin leiddu sannleikann og nytsemina fram í
dagsbirtuna, til þess allir gæt-u notið þeirra. Vegir á þurru
landi, á vötnum og í lofti tengdu lönd og þjóðir saman.
Aðskilnaðurinn minkaði stórum. Það var eins og jörðin
væri orðin miklu minni en áður. Gamlar þjóðir komu
fram út úr þokunni og urðu nýir keppinautar á sigurleið
mannkynsins. Þá heyrðum við getið um Kagawa.
Eg man eftir því, þegar eg fyrst leit Japaníta augum.
Það var á Chicago sýningunni árið 1893. Að menningar-
legri framsókn, myndarskap og háttprýði virtust þeir vera
í fremstu röð Austurlanda-búa sem á sýningunni voru. Eg
man, að eg varð hrifinn af því, hvað þeir voru nettir og
framsæknir.
Svo var ljós kristindómsins flutt til Japan, og trúboðið
tók að blómgast. Söfnuðir, skólar og kirkjur risu upp.
Fjöldi Japaníta gékk Kristi á hönd. Japan fleygði fram í
iðnaði, verzlun og menningu heimsins, eftir því sem þá var
efst á baugi; en kristindómurinn var einnig að sækja fram
og eignast áheyrendur. Einn þeirra var Kagawa, ungur
Japaníti, bráðgáfaður. Hann tók við kristindóminum á
líkan hátt og Francis frá Assissi á miðöldunum gjörði. Við,
sem erum kristindóminum alvanir og höfum fengið hann
frá feðrum og forfeðrum, meðtökum hann, sumir hverjir,
undur rólega. Engin hætta að við förum að gjöra úr honum
sérstaklega mikið alvörumál. Okkur finst það fremur til
prýði að bera kristið nafn, viljum síður láta kalla okkur
heiðna; en að gjöra fórnarhugsjón kristindómsins að bók-
staflegri alvöru finst mörgurn meðal vor tæpast nú lengur á
dagsskrá. Þegar kristindómurinn náði haldi á sálarlífi Kag-
awa, fór allt á annan veg. Sá boðskapur varð honum hið
mesta alvörumál, varð honum líf en ekki dauð grein. Það
var kristindómur ekki aðeins í orði, heldur einnig í verki.