Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1946, Síða 17

Sameiningin - 01.03.1946, Síða 17
47 með mér nú,” hugsaði eg, “því að þeir skilja ekki dönsku piltarnir, sem eg ætla að heimsækja.” — Förinni var heitið í fangahúsið við skólavörðustíg. — En svo sá eg mig um hönd og tók þetta rit með hinum. x “Eg lít kannske á eftir inn í sjúkrahús og þar skilja margir dönsku,” hugsaði eg. Þegar í fangahúsið kom, spurði eg fangavörðinn, hvort nokkur hefði komið til langdvalar, síðan eg kom þar seinast. “Jú, það er nýkominn hingað danskur piltur um tvítugt. Hann kom frá Austfjörðum og verður hér um tíma,” sagði fangavörðurinn. — Fyrstu dagarnir í fangelsi eru erfiðustu dagarnir, og þegar þar við bætist að vera vinasnauður útlendingur, þá má búast við hægfara dögum og löngum andvökunóttum. — Vitanlega fór eg fyrst til danska piltsins. Engan sá eg glæpamannasvip á honum, en léttúðugur sýndist mér hann. Seinna sagði hann : “Eg vr atvinnulaus, ókunnugur og svangur, og þess vegna braut eg búðarglugga og tók það, sem eg náði í, og því er eg hér.” — Við tókumst í hendur, og eg fékk honum danska ritið, sem fyrr er getið. Pilturinn leit á það og mælti: “Enn hvað þetta er undarlegt! Fyrsta bókin, sem mér er færð í fangelsi á íslandi, er eftir prestinn, sem fermdi mig.” “Nei, það eru góð tíðindi. Það sýnir yður, að Guðs eilífu armar eru að leita að yður,” sagði eg. “Og svo notið þér sömu orðatiltækin og hún móðir mín. Hún hefir oft minnt mig á eilífa arma Guðs,” sagði Daninn. “Nú, svo þér eigið trúaða móður. Þá fer eg að skilja betur samhengið. Hún hefir beðið fyrir yður í moxgun, og það eru hennar bænir, sem hafa flutt yður þessa kveðju frá prestinum, sem fermdi yður. — Þegar eg fór að heiman, hafði eg enga hugmynd um, að hér væri danskur maður. Þér eruð fyrsti Daninn, sem eg hitti í þessu húsi. Og því síður vissi eg, hver hafði fermt yður. í rauninni ætlaði eg ekki að taka neitt danskt rit með mér. En bænir trúaðrar móður ná til hans, sem stjórnar stóru og smáu. Drottinn hefir ekki gleymt yður, það er auðséð á þessu.” Ekki andmælti hann því, — öðru nær. Eg held meira að segja, að hann hafi furðað sig meira en eg á þessari bendingu um “bænirnar hennar mömmu.” Við töluðum oft saman eftir þetta. Og er hann var orðinn frjáls maður, kom hann til mín. Fyrst hafði eg góðar vonir um að fá að sjá afturhvarf hans. Kveðjan frá prestinum, sem fermdi hann, var ekki áhrifalaus. “Eg gléymdi aldrei fyrsta sunnu-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.