Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1946, Síða 8

Sameiningin - 01.04.1946, Síða 8
54 langt áleiðis; án trúar á Guð verður lífið tilgangslaust, ranglátt og ljótt. Þeir menn eru til, einnig á meðal vor, sem meðal annara yfirburða, telja sér það til gildis að þeir séu vantrúarmenn. í sjálfu sér er það hin mesta hugsunarvilla. Eg fyrir mitt leyti hefi engann mann fyrirhitt enn sem talist geti vantrú- armaður, í þeim skilningi að hann trúi ekki á neitt. Eg efast um að slík persóna sé til. Vér trúum allir á eitthvað eða á einhverja. Þegar vér stígum upp 1 eitthvert af hinum hraðskreiðu farartækjum nútímans, trúum vér þeim sem um hjólið heldur fyrir lífi og limum. Þegar vér borðum, trúum vér því að fæðan geymi þau næringarefni, sem líkam- inn þarfnast. Vér trúum kennurum skólanna fyrir fræðslu barna vorra; vér leggjumst á skurðarborðið þegar svo ber undir, í þeirri trú að lækninum takist að sníða burt þá meinsemd sem vér þjáumst af. Og svo mætti lengi telja. Forfeður vorir, og margir þeirra sem nú hlusta á mál mitt, komu til Vesturheims fyrir trú, trú á ný tækifæri, á nýtt og betra líf fyrir sig og sína. Mörgum þeirra hefir orðið að þeirri trú sinni betur en á horfðist fyrst eftir að hingað kom. Hér stofnuðu menn kirkjur og söfnuði og önnur menningarfélög í þeirri trú að með siíkum samtökum myndi það takast betur en ella að varðveita hið sérkenni- lega í þjóðararfi vorum, trú, túngu og sögu. Þetta vildu menn varðveita fyrst og fremst fyrir sjálfa sig, og afhenda svo niðjunum ásamt öðru gózi sem eftir þeirra dag kynni að falla í erfðahlut hinna ungu. Baráttan fyrir viðhaldi þess- ara verðmæta hefir harðnað með hverju ári nú í seinni tíð, í hlutfalli við dreifing fólks vors, og innlimun æskulýðsins í hið verðandi þjóðlíf kjörlandanna nýju. Framtíðin í þessum málum fer mjög eftir því hve sterka trú vér eigum á nyt- semi þessa málstaðar, og svo því hvernig vér t.úlkum hana í verkunum. f þessu efni eiga allir íslendingar í Vestur- heimi sameiginlegan málstað, hér erum vér allir sömu trúar, í þessu efni ættum vér að geta gleymt öllum erjum og öðrum illum fylgjum sundrungar. í þessu efni þurfa bróðurböndin að verða að nýju knýtt, og trúin á hin íslenzku verðmæti að verða endurvakin. Trúin, talandi í verkum, er það eina sem gefur oss sigurvon á þessu sviði. Já, það er hægt að trúa sumu en ekki öllu, segja menn. Einkum er það margt í sambandi við hinn sögulega Kristin- dóm, og þá einkurn persónu Krists og starf, sem menn eiga

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.