Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1946, Side 9

Sameiningin - 01.04.1946, Side 9
55 erfitt með að veita viðtöku, vegna þess að það virðist ekki samrýmanlegt því sem menn telja sig vita um hin almennu náttúruvísindi. Menn sem hafa tamið sér þá afstöðu að taka ekkert annað gilt en það sem þeir geta vegið og mælt á vog skynsemi sinnar, menn sem vilja gera brjóstvit sitt að einskonar hæstarétti í öllum efnum, eiga erfitt með að veita viðtöku hinu yfirnáttúrlega í sambandi við Krist, en um leið og því er hafnað, er honum sjálfum vísað á dyr. En mannleg skynsemi, þótt hún sé dásamleg himnagjöf, og ljósastur vottur þess að menn eru Guðs ættar, er samt þannig takmörkuð að hún getur ekki skynjað andlega hluti eða yfirnáttúrlega. Það sem andlegt er verður að dæmast út frá trúnni. Nú er líka svo komið að flestir þeirra sem rita og tala um andleg efni og mark er á takandi. viðurkenna að það væri blátt áfram banatilræði við kristnu trúna að sneiða af henni það skikkjulaf sem nær yfir 1 hinn ósýnilega heim. Þá er þess líka vert að geta að þeir sem kafa dýpst á sviðum raunvísindanna halda því ekki lengur fram að þekking og trú geti ekki samrýmst hvort öðru þegar hvort um sig 'heldur sig á sínu sviði. Þeir menn sem varfærnastir eru viður- kenna fúslega “að þekking vor sé í molum” og að með þekk- ingunni einni geti menn vissulega ekki kveðið upp dómsorð um andleg verðmæti. Þessvegna er það ekki lengur hægt að hjúpa sig vísindalegum helgiblæ, og í krafti hans afneita því í lífi frelsarans, eða í kenningu kirkju hans sem ekki er hægt að rannsaka í ljósi hinna raunhæfu vísinda. Já, hvar sem litið * er, þá varir þetta þrent: trúin vonin og kærleikurinn; en kærleikurinn er þeirra mestur, segir postulinn, og vér segjum Amen við því. Án kærleikans er trúin köld og vonin dauf. Lífið með öllu stríði þess og striti breytir oss á margan hátt, og gerir oss stundum bölsýn og bitur. En þá kemur kærleikurinn, og leggur blessun sína yfir lífið, og gerir það bjart og fagurt. Það er ávalt einhver sem elskar oss, og einhver sem vér skuldum kærleika. Á þetta erum vér mint á þessari yfirstandandi föstutíð. Einkunnarorð föstunnar er í sjálfu sér þetta : SJÁIÐ MANNINN ! GUÐS orð í heild sinni er skrifað ein- mitt til þess að sýna syndugum manni Jesúm Krist. Öll kristileg uppfræðsla á heimilum og í sunnudagaskólum gengur út á það að sjá hann og sýna hann. Að sjá Jesú er að sjá föðurinn; að þekkja Jesú er að þekkja föðurinn. Að sjá hann, er að koma auga á það sem mest er í heimi, á sjálfan

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.