Sameiningin - 01.04.1946, Qupperneq 14
60
Hin mikla Babilon var eitt sinn aðseturstaður konunga,
og sveita annara höfðingja og mektarmanna, vitringa og
glæsikvenna. Það var mikið um veizluhöld og óhóflegt
bruðl. Tíminn gekk í íburðarmikla, tilgerðar háttsemi.
Nú hafa rústirnar allrar þessara miklu glæsimensku flutt
sinn þögula vitnisburð í margar aldir um mannlegt stæri-
læti og ófullkomleika.
Þar sem eitt sinn höfðingjar og mektarmenn eyddu æfi
sinni við gleði og glaum, eiga sér heimkynni hin skæðu
villidýr; tímgast og ala upp afkvæmi sín við kyrð eyði-
leggingar og dauða.
Veldissól hins volduga Babilonarríkis gekk til viðar og
hefir aldrei risið síðan.
Þau eru ekki fá hin fornu veldisdæmi, sem eiga sögu
líka Babilonarríkinu; þau komust á stofn, urðu heimsveldi,
hnignuðu og liðu undir lok; og fæstir minnast þeirra nú.
Hvaða tildrög eru fyrir hruni þessara voldugu þjóða
og einstaklinga ?
Páll postuli gefur réttmæta skýringu á falli þeirra:
Eins og þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á
Guði, ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari, svo að þeir
gjörðu það sem ekki er tilhlýðilegt, er þeir voru fyltir alls-
konar rangsleitni og vonsku. Róm. br. 1:28.
Út af þessu hefir aldrei brugðist, þegar menn fara að
hafna, lítilsvirða og fyrirgera réttinum til sannrar þekk-
ingar á Guði, eða þegar menn etja vitsmunum sínum gegn
óbrigðulu náðarráði Guðs.
Þannig hljóðar vitnisburður sögunnar frá upphafi vega.
Þetta olli því, að fæstir af þeim ísraelsmönnum, sem
lögðu upp frá Egyptalandi áleiðis til fyrirheitna landsins litu
það augum; bein þeirra dreyfðust um eyðimörkina þar
sem þeir lögðu leið sína, og þó birtist Guð þeim margvíslega
á dásamlegan hátt.
Þegar komið var inn í landið helga ítrekaði Guð sátt-
mála sinn við þá, og 'þeir lofuðu hátíðlega að þjóna honum
einum, en fyrir áhrif utan að frá gleymdist þetta loforð
bráðlega; þeir fóru iðulega halloka fyrir óvinum sínum;
leituðu þá á náðir Guðs, sem liðsinti þeim. Jafnskjótt
gleymdu þeir sannri þekkingu á Guði þegar frá leið.
Þannig gekk það á víxl þar til þjóðin spilti svo tilveru-
rétti sínum, að hún sökk niður í þá eymd, sem hún býr við
til þessa dags. — Framh.