Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1949, Page 4

Sameiningin - 01.05.1949, Page 4
66 SAMEININGIN KOM, DROTTINN JESÚ (BÆN Á PÁSKADAGSKVÖLD) Kom, drottinn Jesú; — degi halla fer. Sjá, dimman nálgast; herra, með oss ver. Senn grúfir nótt, — en þú ert Ijós og líf; — ó, lausnari, vor geym í þinni hlíf. Kom drottinn Jesú; — fær oss páskafrið, er fylli hjörtun von um sátt og grið. Kom, drottinn Jesú; — leggðu yfir lönd til líknar þína gegnumstungnu hönd. Kom, drottinn Jesú; — þerra tregatár; — vér treystum þér, ■— ó, græð hin djúpu sár. Heyr, jörðin stynur; — sefa sorg og neyð; — úr syndakvölum ráðvillt mannkyn leið. Kom, drottinn Jesú; — deyja verður hver; ó, drottinn, kom, er stund vor nálgast fer og, drottinn, veit, að dáið getum vér í dýrri von um líf og starf hjá þér. Kom, drottinn Jesú; ■— hlessa bæ og sveit og blessun svefnsins hverri sálu veit. í þínu nafni börn guðs loka brá og bíða morguns. — Jesú, vek oss þá! VALD. V. SNÆVARR

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.