Sameiningin - 01.05.1949, Page 7
SAMEININGIN
69
athugun þess, hve vel þau voru skipulögð, hvernig að prestar
og leikmenn gengu með heilum huga að verki til áætlana og
framkvæmda í kirkjulegum málum.
Það var ekki bægt að segja að þau væru mannfundir
þar sem að komið var saman til að “sýna sig og
sjá aðra.” Oftast nær voru þar flutt frábærlega vönd-
uð og ítarleg erindi og fyrirlestrar er athygli vöktu sökum
bersögli og snildar, oft djúptæk fræðandi erindi. Stundum
fluttu erindin ádeilumál: en þar voru djarfmannlega átök;
og meðferðin á meinum samtíðarinnar engin vetlingatök;
stundum afar hörð, — ef til vill of hörð; en andinn hreinn
og hressandi, eins og svalvindar ofan af íslandsfjöllum, er
dreyfðu lágmóðu lofti úr bygðum, — og úr hugum manna.
Sum þessi erindi frá fyrri árum félags vors, komu ómjúkt
við kaun samtíðarinnar. — Þau voru laus við allan hálfleik
— alla tæpitungu, — sum þeirra, eins og t.d. ýmsir fyrir-
lestrar Dr. Jóns Bjarnasonar voru stórfeldasta húðstrýking
sem enn hefir birzt á prenti um mein Islenzku þjóðarinnar
austan hafs og vestan. Það sveið undan slíkum orðum. Þau
voru ólík allri meðalmensku. Þau voru ekki vinsæl
í bili. En kærleikur spámannsins og sjáandans bjó
í þeim. Þessvegna voru þau lífræn og græðandi , svo
framarlega að orðtækið forna er satt: “Sá er vinur sem
til vamms segir.” — Bergmál þessara fyrirlestra barst víða
út um bygðir Vestur-íslendinga, — hlutu að vekja hugsun
og umtal — og stundum mikla mótspyrnu. Þeir bárust líka
heim til afdala og annesja íslands. ■— Þeir vöktu
bæði andúð og hliðstæði í hugum margra hugsandi
manna. Andmæli gegn þeim, og meðmæli með þeim birtist
í blöðunum og tímaritum. Þeir voru straumhvörfum vald-
andi. Þeir voru lífrænir. Sumir háttstandandi menn á
íslandi — og alþýða manna heima, allvíða ekki síður en hér
vestra voru vaktir upp af værum svefni. Þeir voru fjölorðir
um það hversu háværir að Vestur-íslenzku prestarnir voru;
en flestum kom þeim þó saman um að þeir væru vakandi,
þótt öfgvafullir kynnu þeir að vera!
Ávalt voru leikmenn í stórum meiri hluta á þingum vor-
um, er svo enn þann dag í dag. Ýmsir í þeira hópi komu
víða við sögu, og voru oft valdir menn í hverju sæti, menn