Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1949, Page 13

Sameiningin - 01.05.1949, Page 13
SAMEININGIN 75 Nú er þessi tilkomumikli leiðtogi í fangelsi í Csillag í Szeged. Konunni hans er leyft að heimsækja hann einu- sinni á hverjum 6 vikum og má þá dvelja í aðeins í 10 mínút- ur, sagt er að stjórnin hafi boðið honum styrk fyrir fjölskyldu hans meðan hann væri í fangelsinu, en hann neitaði að þiggja það boð. — Þeir sem sáu þennan mann á ferðalagi hans í Bandaríkj - unum fyrir tveimur árum minnast þess hvað djúp sorg virtist stimpluð á ásjónu hans. Höfundur ritgerðarinnar í The Lutheran segir að sér hafi skilist að hér væri maður sem engann hlátur ætti eftir í huga sínum, — það var engin gleði í vingjarnlega brosinu, og í augum hans fanst honum speglast einhver stórkostleg reynsla sem hann hefði farið í gegn um og mundi aldrei geta gleymt. Við sem erum trúbræður hans biðjum guð að blessa hann og veita honum og ástvinum hans styrk fyrir hverja líðandi stund. HEIMSÓKN Á ELLIHEIMILIÐ í VANCOUVER, 3. FEBRÚAR Eftir pÓRÐ KRISTJANSON Á fimtudaginn 3. febrúar heimsóttu okkur hér á íslenzka elliheimilinu “Höfn” prestarnir séra Haraldur Sigmar D.D. sem er fasta prestur meðal okkar íslendinga hér í borg og nágrenni, ásamt séra Eric syni sínum, frá Glenboro, sem um hríð hefir verið í heimsókn hjá foreldrum sínum og öðrum ættingjum á Kyrrahafsströnd. Prestarnir höfðu ákveðið að messa hér þann dag síðdegis. 1 för með prestunum voru frú Sigmar, kona séra Haraldar, og Mrs. Stefán Sigmar frá Argyle. Dr. Haraldur flutti aðal- ræðuna, en sonur hans las guðspjallið ásamt “Faðirvor” á íslenzku. Séra Eric söng 2 einsöngva á íslenzku, og móðir hans spilaði undir á “píanóið.”

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.