Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1949, Page 16

Sameiningin - 01.05.1949, Page 16
78 SAMEININGIN og dýrkað skurðgoð. 1 því sambandi birtir hann bréfkafla frá hendi Guðríðar, ritað til Eyjólfs eiginmanns hennar, meðan hún enn var í ánauð hjá Tyrkjum. Kafli af bréfinu hafið verið innfærður í bréfabók Gísla biskups Oddsonar, og þannig verndaður frá glötun. Er bréfið mjög þrungið af innilegleik og trúarhita. Um bréf þetta segir höf: “Eitt er tvímælalaust að kristilegra getur bréfið ekki verið, því að það er nálega ekkert annað en fyrirbænir og guðrækilegar andvarpanir. Að vísu hefir ugglaust einhver hjálpað henni með bréfið, en það afsannar þó alveg þá sögu að Guðríður hafi verið afhuga sínum kristindómi. Og það væri mikil ósanngirni, ef vér vildum í þágu einhverra sögulegra smá- muna hafa af Guðríði þetta eina varnarskjal, sem forsjónin gaf henni til að afsanna þessa ásökun. Hún hefir verið nógsamlega hrakin og hrjáð af Tyrkjum í jarðlífi og íslendingum eftir dauða hennar, þó að hún fái að hreinsa sig af þessari einu ákæru.” — Fyrir sumum sögunum um Guðríði telur hann flugufót verið hafa, eins og t.d. það að er þjóðsagan um Guðríði hermir að höfðingi einn eða “deyinn” í Algier hafi keypt Guðríði og viljað fá hana sér fyrir konu. Maður sá er keypti hana hét Ali Dey, og var hún keypt síðar úr ánauð af ekkju hans. Telur hann og að hin ágæta skikkja sem sonur téðs höfðingja á að hafa gefið henni hafi verið eitthvert marg- litt sjal eða plagg, sem Guðríður hafi komið með að sunnan. Þá hefði það heldur ekki verið annað en eðlilegt frá mann- legu (kvenlegu) sjónarmiði talað þó að hún hefði gefið í skynað heldri menn þar hefðu felt hug til hennar. Hún þarf ekki að hafa verið neitt forað, þó að hún sleppti ein- hverju slíku. Betra tækifæri til að segja heillandi sögur, umvafðar æfintýra ljóma fjarlægðarinna og suðrænnar sólar, varð ekki áskosið. Guðríður hefði ekki verið eins mikil kona og hún var, ef hún hefði alveg staðist þessa freistingu. Og þrátt fyrir allan þrældóm og heiðindóm þar syðra er ekki ólíklegt að hugur Guðríðar hafi einhverntíma hvarflað úr kuldanum, lekanum og eymdinni í kofagreninu í Bolafæti suður til sólbakaðra aldinlunda Algiers. Hitinn er ekki eins ægilegur, þegar hans er minnzt af þeim, sem gengur um kaldur og krókloppinn. Og vistin í

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.