Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1949, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.05.1949, Qupperneq 17
SAMEININGIN 79 þrældómnum hefir dofnað í huganum við hliðina á suðræn- um æfintýrum, sem hún geymdi í huga sér.” —“Guðríður hefir átt margar minningar, sem hituðu um hjartaræturnar.” í sambandi við Guðríði og þjóðsögur um hana eru talin þau rit er þær birtast í, svo sem þjóðsögur Jóns Árnasonar, en séra Vigfús Jónsson er ritað hefir allítarlega um æfi séra Hallgríms, og var flestum mönnum kunnugri æfiferli þeirra hjónanna beggja, tilfærir fáar af þeim, — og virðist lítið upp úr þeim leggja. Skilningur höf. á samlífi séra Hallgríms og Guðríðar konu hans, skapferli þeirra beggja, og undirstraumum þeim er það mótaðist af virðist mjög glöggur, um leið og hann er djúpstæður, og grundvallaður í skarpri þekkingu á mann- legu eðli. Tilfærum vér því orð hans: — “1 raun og veru er hjónaband þeirra Hallgríms og Guðríð- ar ákaflega einfalt og auðskilið. Hún er myndarleg kona, sennilega fríð sýnum og hefir haldið vel fríðleik sínum. Hún getur töfrað Hallgrím 23 ára piltinn, þó hún væri þá 39 ára. Hún hefir verið skapmikil og nokkuð örorð. Er ekki fyrir það að synja, að æfintýri þau öll og lífsreynsla, sem hún hlaut í útlegð sinni og ferðavolki, hafi haft nokkur áhrif á framkomu hennar og sett á hana annan svip og gefið henni annað fas en tíðast var þar á Suðurnesjum, en allt þess háttar vekur andúð heimalninganna, ef ekki fylgir því meiri höfðingskapur. Hún hefir þráð góða daga, fallegt heimili og virðingu manna. En maður hennar er gjörsneyddur öllu því, er til slíks horfði. Hann liggur í bókum og yrkir ýmist til einkis gagns eða ílls eins, að því er henni finnst, er óhygginn og veit aldrei úrræði. Hann hefir ekki á sér það snið, er sæmdi lærðum manni.” “Guðríður er hvorki nógu lítil til þess að hverfa alveg og týnast né nógu stór til þess að bera sig við hlið manns síns. Hún er hvorki nógu veik til að láta kúgast né nógu sterk til að verða manni sínum hæf aðstoð og standa af sér óhróður aldanna. Hún dæmist því til þess að verða Xan- tippa íslands. Hún er í raun og veru alveg venjuleg kona, en fær á sig spémynd, sem þjóðarlistin ýkir og útmálar mannsaldur eftir mannsaldur.”

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.