Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1936, Side 8

Sameiningin - 01.03.1936, Side 8
42 Eftir fimtíu ár Með greininni, sem hér i'er á undan, hóf Sameiningin göngu sína fyrir fimtíu árum. Það er upphafs-ritgjörð séra Jóns Bjarnasonar í fyrsta númeri þessa blaðs, sem út kom í marz-mánuði, 1886. Greinin birtist hér lítið eitt saman dregin; var það gjört til að koma henni betur fyrir. En að öðru leyti hefir auðvitað ekki verið hróflað við hugsun eða orðfæri höfundarins. Það sjá víst ailir hve timabær og viðeigandi greinin hefir hlotið að vera, þegar hún var skrifuð; hvernig hann, sem þar hélt á pennanum, hefir borið fyrir brjósti velferð þjóðar sinnar austan og vestan hafs, og látið hugann dvelja við nauðsynjamál hennar og viðfangsefni, eins og þær sakir horfðu þá við. En boðskapurinn, sem séra Jón Bjarnason flytur hér, á ekki síður við á deginum í dag. Það er eins og hvert orð sé talað til vor líka, sem nú höfum þessa minningu hálfrar aldar um að hugsa. “Sí-veltandi hjól tímans” hel'ir runnið hratt áfram; og er ekki laust við, að það hafi geigað stundum í rásinni—eða svo finst líklega flestum í vorum hópi, þegar þeir líta til baka; svo óvæntar og umsvifamildar hafa breytingarnar ver- ið hvað eftir annað á síðari helmingi jiessara fimtíu ára. Og nú lítur helzt út fyrir, að fleiri stór-byltingar séu fyrir hendi. Svipmestu einkenni þessa líðandi dags eru óvissan, umbrotin og eirðarleysið. Og þegar menn svo mitt í þeim umhleyp- ingum virða l'yrir sér þessa fimtíu ára gömlu ritgjörð séra Jóns Bjarnasonar, þá er erfitt að verjast þeirri hugsun, að hann hafi haft einhverskonar hugboð um veðrabrigðin, sem framundan voru. Sjálfa rás viðburðanna gat hann vitaskuld ekki séð fvrir fremur en aðrir. En séra Jón Bjarnason bar gott skyn á eðli tímanna, sem hann lifði á; það er eins og hann hafi glöggvað sig á tímatáknunum og vitað, að það var allra veðra von. Og ekki hefir heldur verið mikið um staðviðri síðan greinin var skrifuð. Með það viðhorf fyrir augum ritaði séra Jón þessi for- málsorð að starfi sínu við blaðið, sem hann var að stofna— fyrsta kirkjublaðið á meðal íslendinga. Fvrir þá sök er megin-efnið um ókyrð og breytileika, um flugferð mannlífs- íns, um sí-veltandi tímans hjól, um þarfir, sem altaf eru að breytast með breyttum lífskjörum, um fullsæklarmarkið jarð-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.