Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1936, Síða 12

Sameiningin - 01.03.1936, Síða 12
46 Ný trúarbrögð Eftir séra Friðrik J. Bergmann. Ýmsir tala um ný trúarbrögð. Kristindóminn álíta þcir úreltan; hann hafi þegar tapað gildi sínu. Hann hafi verið góðr á sínum tíma, en sá tími sé þegar liðinn; hann hat'i þá uppfylt kröfur mannsandans og fullkomlega bætt úr trúar- þörfinni. En síðan hafi andi mannsins ]n-oskast. Þegar van- þekkingin sc mikil í heiminum, sé trúarþörfin að sarna skapi sterk. Þegar menn viti lítið, þurfi menn að trúa mikið. Nú hafi mannsandinn hrist af sér vanþekkinguna; nú viti menn svo margfalt meira en áðr. Þess vegna sé trúarþörfin að minnka og breytast. Mönnum sé nú ómögulegt að trúa eins miklu og áðr; ómögulegt að trúa því sama og áðr. Þess vegna er talað um ný trúarbrögð, sem leysa eigi trúarbrögð kristindómsins af hólmi. Reyndar virðist ekkert samræmi eiga sér stað um það, hvernig þau eigi að vera, að öðru Ieyti en því, að mönnum virðist koma saman um, að þau eigi að vera ógnar-einföld, innihalda sem fæst atriði, vera sem allra breiðust, svo sem flestir sjái sér fært að játast undir þau, án þess að taka mjög nærri sér. Yfir höfuð að tala mun óhætt að fullyrða, að menn viti enn])á ekki, hvernig þau nýju trúarbrögð eigi að vera, sem leysa skuli trúarbrögð kristinna manna af hólmi. En hvernig þurfa þau að vera? Hvaða skilyrði þurfa þau að hafa, til þess Ijós þeirra verði svo bjart, að það slökkvi birtu kristindómsins og hafi jafn-mikla eða meiri þýðing fyrir anda mannsins en trúarbrögð kristindómsins hafa haft nú í nærri tvö þúsund ár? Þau verða að vera fulkomnari,—það eilt er víst. Þau verða að hafa meiri að bjóða trúarþyrstum manninum en kristindómurinn hefir að bjóða. Hvert er aðalatriði allra trúarbragða. Er það ekki hlutfallið eða sambandið, sem maðrinn stendr i við skapara sinn? (jll trúarbrögð hljóta að sýna hjartalag guðs til mannanna og hjartalag mannanna til guðs. Þau sýna manninum inn í guðs hjarta og inn í hans eigið hjarta. Að opinbera og skýra eðli guðs og eðli manns- ins og sýna, hvernig manneðlinu er unt að líkjast guðseðlinu, —það er þetta, sem er og verðr aðalhlutverk alira trúar- liragða. Þau trúarbrögð, sem tekst þetta bezt, munu ætíð verða trúarbrögð þess hluta mannkynsins, sem lengst er á leið kom-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.