Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1936, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.03.1936, Qupperneq 15
49 um nítján alda að elska þessa hugmynd um mannlega full- komnan og laga allt líf sitt eftir henni. Ef heimrinn yfir- gefr þessa hugmynd um mannlega fullkomnan og snýr sér Irá henni, verðr einhver að hafa nefnt aðra æðri, göfugri, háleitari, fullkomnunarhugmynd, sem meira ævarandi gildi hefir og er í meiri skyldleik við hið bezta og sannasta i mann- eðlinu. Enn þá hefir enginn svo mikið sem nefnt hana á nafn. Og á meðan er boðskapr kristindómsins um hana jafn- langt frá því að vera úreltr og hann var, þegar fiskimenn- irnir forðum voru sendir út, til að gjöra allar þjóðir að læri- sveinum. Yfir höfuð yrði þau trúarbrögð, sem koma ætti í stað kristindómsins, að hafa meira vakl yfir manninum. Áhrif þeirra til helgunar og betrunar yrði að vera öflugri. Þau þyrfti að hafa meira afl til að ummynda líf þjóðanna og einstaklinganna. Ef þeim verðr ekki unnt að gjöra mannlifið betra og fulkomnara en kristindóminum, snúa menn óðara við þeim bakinu. Þau þurfa að vera þess umkomin, að skapa sterkari siðferðisleg umhrot í sálum manna; annars ná þau ekki tilgangi sínum. Til þeirra trúarbragða, er hafi þessa yfirburði yfir krist- indóminn, hefir enn ekkert heyrzt. Að sönnu tala menn um ný trúarbrögð, en þau vanta einmitt öll þessi skilyrði, og svo hjaðna þau niðr eins og bólan, sem hrestr, hafandi enga aðra þýðing en þá, að sanna hið ævarandi gildi þeirrar kenningar, sem ein hefir upprisunnar guðdóinlegu staðfest- ing. Þess vegna láta kristnir menn það lítið fá á sig, þótt talað sé um að, kristindómrinn sé úreltr og að ný trúar- brögð muni leysa hann af hólmi. Þeir bíða með stilling, þangað til þeim verðr boðið eitthvað ágætara og betra. Og það vita þeir verðr aldrei frá mannlegum brjóstum runnið. Þeir bíða með stilling og láta sér ekki koma til hugar að hafna þeim guði, sem skapaði þá í sinni mynd og líking, og fara að byggja þeim guðum ölturu, sem mennirnir skapa í sinni mynd og líking. En þeir hiðja um andans upplýsing í sínum eigin trú- arbrögðum. Þar þrá þeir að komast frá einni sjónarhæð til annarar. Og þeir vita vel, að sú leið er svo löng, að manns- andinn kemst hana aldrei alla, hversu margar aldir, sem yfir hana renna. Sú leið liggur upp á fjallið, þar sem ásjóna hans, er á undan þeim gekk, varð skínandi björt eins og engils ásjóna. Og þar er gott að vera.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.