Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1936, Page 16

Sameiningin - 01.03.1936, Page 16
50 Þeir, sem ekki þekkja kristindóminn og ekki skilja hann, af því hjarta þeirra hefir aldrei beygzt undir áhrif hans, verða einlægt að reyna til að finna upp ný trúarbrögð. En það gengr líkt með þá uppfundning og talnafræðingunum gengr að gera hringinn að ferhyrning (to square ihe circle) eða vélasmiðunum að finna upp sjálfkrafa hreyfing (per- petuum mobile) eða alkemistunum að búa til gullið. Sá guð, sem mannsandinn skapar sér sjálfr er í rauninni engu göfugri en sá guð, sem mannshöndin býr út úr tré eða málmi. Það er jafn-þýðingarlaust að krjúpa fyrir háðum. Um síðastliðin aldamót reis upp flokkr manna á Frakk- landi, sem kallaði sig “guðs og manna vini” (theophilanthro- pists). f hinum þremr greinum trúarjátningar sinnar ját- uðu þeir trú á tilveru guðs, ódauðleik sálarinnar og ágæti mannlegrar dyggðar. Hver, sem játaði þetta þrennt, var boðinn velkominn inn í hið nýja félag, hvernig sem trú hans að öðru Jeyti var. Um tíma sýndist þessi félagsskapur ætla að ná miklum blóma. Spekingr einn úr stjórnarráðinu frakk- neska Reveiltére Lepeaux, tilheyrði sjálfr þessum félagsskap og kom því til leiðar, að stjórnin opnaði ekki færri en tíu kirkjur í Paris til afnota fyrir flokk þennan. Enginn hafði samt prestsverk á hendi framar öðrum meðal þessara manna, heldr hélt sá ræðuna, sem í það skiftið fann köllun hjá sér til þess. Skírnin var einungis auglýsing þess, hvað börnin voru látin heita; giftingin sömuleiðis auglýsing, prýdd heil- ræðum og heillaóskum. Á legsteina þeirra Iátnu settu þeir orðin: Dauðinn er byrjan eilífðarinnar. Frábitnir voru þeir þvi, að gjöra tilraunir með að fjölga áhangendum; allir menn, sögðu þeir, væri einmitt fæddir með þessa trú í hjarta sínu, og það væri óþarfi, að gjöra þá það, sem þeir þegar væri. Fyrsta og annað árið breiddust þeir samt töluvert út um landið. En úr því fór áhuginn að dofna. Það fór að ganga upp fyrir þessu fólki, að trúarbrögð, sem ekld leituð- ust við að gjöra neitt meira úr manninum og ekki beindi and- anum neitt hærri brautir og ekki friðuðu dýpstu kröfur mannsandans, mvndi vera fremr litils virði. Þegar frakk- neska þjóðin fór að endrvitkast eftir hamfarir stjórnarbylt- ingarinnar miklu, fóru margir aftur að leggja eyrað við boð- skap kristindómsins; þá smátæmdust kirkjur þessara svo kölluðu guðs-mannvina og félagsskapurinn dó smá saman út.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.