Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1936, Side 17

Sameiningin - 01.03.1936, Side 17
51 Þá var það, að spekingrinn Reveillére Lepeaux kom til hins fræga Talleyrands, einhvers hins stjórnvitrasta manns, sem uppi hefir verið, og spurði hann: “Hvað á eg að taka til bragðs til að lífga kirkjufélagið mitt við aftr?” — “Þér hafið tekizt mjög ervitt mál á hendr,” svaraði Talleyrand. “Eg veit ekki, hvaða ráð eg á að gefa yðr. Það er enginn hægð- arleikur að mynda ný trúarbrögð. En láÞð þér hengja yðr og rísið svo upp aftr á þriðja degi frá dauðum!” Sagan getr ekki um, að reynt hafi verið að fylgja þessari ráðlegging. Trúarhrögð í stað kristindómsins er enginn hægðarleikr að “finna upp” eða “mynda.” Því hann ber ótvíræðan vott um, að hann sé hans hugsanir, sem myndaði manneðlið í sinni líking, en ekki hugsanir mannanna. Vor kristilegu trúarhrögð opinbera hugsanir svo háar, að þær neyða manns- andann, þrátt fyrir -all t, til að viðrkenna hinn guðlega upp- runa þeirra. Að svo kölluð ný trúarbrögð risa upp og hjaðna niðr aftr, af því það kemr þá í Ijós, að þetta eru að eins grunn- ar og takmarkaðar mannahugsanir, sem ef til vill hafa farið fram hjá aðalefninu, hefir meira sannfæringar afl en flest annað, sein rök má kalla. Flestir, sem tala um ný trúarbrögð, vilja mynda þau á þann hátt, að fella hurt ýms einkennilegustu atriði krisÞ'n- dómsins, t. d. kenninguna um guðdóm frelsarans, friðþæg- inguna, kraftaverkin, og yfir höfuð allt það, sem yfirnáttúr- legt kallast. En það, sem þá verðr eftir af kristindóminum, þegar allt það, er óendrfæddr mannsandinn á bágt með að fella sig við, er burt skorið, vilja þeir svo gjarnan aðhyllast sein sín trúarbrögð. Aldrei kemr það áþreifanlegar í ljós en þá, að það er hugsun mannsins, sem er að toga guðs hugs- anir ofan af hinuin háu brautum þeirra og slekkr hið himn- eska ljós þeirra á leiðinni. En maðrinn, sem skapaðr er til þess að trúa, ekki síðr en til að elska og vona, gjörir sig aldrei til lengdar ánægðan með þau trúarbrögð, sem gjöra trúna óþarfa. Gegnum alla sína villu hrópar mannsandinn einlægt eftir einhverju, sem er hans skilningi eins mikið ofar og himininn er jörðinni. Á sjálfan sig trúir hann aldrei til lengdar. Með þessum frádrætti mynda menn aldrei ný trúar- brögð. EUthvað göfugra verðr að vera á boðstólum, ef heimr- inn á að hafna kristindóminum og taka nýja trú. —“Sam.” apríl 1891.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.