Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 19
53
og þreskir, verður uppskera hans meiri en hann átti von á,
og þá fagnar hjarta hans.”
Lét hann eigi, fremur en hinn bróðirinn, staðar nuinið
við orðin ein, en fór út þá sömu nótt og keptist við að bera
í fangi sér korn úr sínum akri inn á akur bróður síns og
koma því svo fyrir innan um hitt kornið, að ekki bæri á.
Hélt hann uppteknum hætti aðra nótt og hina þriðju, alveg
eins og bróðirinn hinn.
Þriðju nóttina, er báðir bræðurnir voru að verki, hitt-
ist svo á, að tungl kom upp, er á leið nóttina. Rákust þá
bræðurnir hvor á annan, báðir með fangið fult af korni, er
þeir voru að bera hvor á annars akur. Hvorugur mælti orð,
en þeir skildu hvor annan, vissu báðir glögt, hvað hinn var
að fara.
Saga þessi varð hljóðbær út um sveitir, og nokkru síðar
reisti fólkið kirkju á blettinum, þar sem bræðurnir höíðu
mæzt um nóttina, báðir með fangið fult af kornbundinum, er
þeir leynilega vildu gefa hvor um sig til að gleðja hinn. Og
fólkið vígði þessa lcirkju heilögum Guði og sagði: “Á þessum
stað kom guðs andi til móts við anda mannanna.”
Æfintýrið er á enda, en út af því fór eg að tala við
sjálfan mig, eins og bræðurnir, eitthvað á þessa leið: “í
þessa kirlcju Iangar mig að koma. Þar vildi eg kirkjusókn
eiga, sem hræður mætast með kærleiksfórnir í fangi.”
f huganuin hef eg svo verið að leita að þeirri kirkju.
Mér gengur illa að finna hana. Líldega er hún þó einhvers-
staðar til á jörðunni.
Eg hefi það fyrir satt, að þessi kirkja hafi eitt sinn
reist verið hér í mannheimi. Hún var áreiðanlega reist á
hæðinni, þar sem bróðir allra manna lét lifið, þá hann kom
frá Guði með fangið fult af kærleika.
En svo mörg kirkjan, sem við hann er kend, er ekki
reist á blettinum, þar sem bræðurnir mætast og bera korn-
bundini hvor á annars akur og andi Guðs kemur til móts
við anda mannanna.
Mennirnir, sem á jörðu búa, hafa það miklu fremur
fyrir stafni, að bera korn af akri bróður síns inn á sinn
akur, heldur en að flytja korn af sjálfs sins aloi inn á akur
bróður síns. Líklega er engin eðlishvöt, enn sem komið er,
sterkari í mannverunni, en sú, að “skara eld að sinni köku.”
Af því, hvað sú hvöt er sterk og illa tamin, stafar ógæfa