Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1936, Page 21

Sameiningin - 01.03.1936, Page 21
55 óstöðvandi ástríðu menn hafa til þess, að drotna hverir yfir öðrum. Úti á dýramörkinni er ekki um að tala. Þar bítast dýrin unz eitt lætur undan öðru. Eins er með tömdu dýrin. Þegar ókunnugir hanar hittast, byrja þeir æfinlega á því að berjast, og halda áfram þangað til annarhvor lætur undan og flýr. Fyrir hönunum virðist ekki annað vaka en það, að höndla þá ánægju, að vita sjálfan sig hinum hananum meiri. Svipað er það í mannfélaginu. Þeir börðust kapp- arnir, forðum, með sverðum sínum, oftast til þess eins að “reyna með sér.” Það höfurn vér löngum kaliað “frægð” og “hreysti.” Enn eru menn að þessu, þó önnur noti þeir stundum vopnin nú. Þegar við deilum, er aðal-atriðið, að verða ekki undir. Deilu-efnið getur hafa verið réttmætt í upphafi, en þegar út í deilur er komið, hvort heldur milli einstaklinga eða flokka, þá hverl'ur það oi't sjálft fyrir ákaf- anuin í okkur að hafa betur í deilunni, ekki svo mjög málefn- isins vegna, heldur metnaðar-hégómans vegna. Það er svo gaman að sigrast á mótstöðumanninum, svo gaman að láta aldrei sjálfur undan. Alt er þetta sýnishorn á dýrseðlinu í okkur mönnunum. Það er eins og mannlífið sé látlaus viðleitni einstakra manna og mannflokka að ná sem flestum kornbundinum lífsins á sinn akur úr akri bræðra sinna. Því hefir verið gefið virðu- legt nafn og kallað samkepni. Um dýrin er það kunnugt, að einatt hópa þau sig sam- an til baráttu fyrir tilveru sinni og samkepni við önnur dýr. Eins er um samkepni mannanna. Mennirnir hafa hópað sig sarnan og myndað þjóðfélög. Mestur hluti mannkynssög- unnar frá upphafi til þessa dags er skýrsla um það, hvernig þjóðunum hefir gengið að kúga og drepa hver aðra. Metnaður þjóðanna er með mörgu móti. f fornöld var barist til frægðar, og varð sú þjóðin frægust, sem flestar aðrar þjóðir gat kúgað undir sig. Á síðari tímum berjast þjóð- irnar einkum til fjár, bæði með sverðsegg og lagalegu of- beldi. Þær þjóðir, sem svo eru umkomulitlar, að þær hafa hvorki völd né auð að miklast af, miklast þá af því, að þær séu öllum þjóðum gáfaðri! Bál metnaðarins hafa þjóðirnar kynt, hver hjá sér, og bálinu hafa verið valin háleit heiti: “ættjarðarást,” “þjóðrækni,” o. l'l. Saga þjóðanna á liðnum öldum sannar, að þegar bálin hafa kynt verið nægilega heit heima fyrir, þá fer alt í bál og brand milli þjóðanna. Er þar skemst að minnast alþjóðastríðsins 1914-1918 og allra

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.