Sameiningin - 01.03.1936, Qupperneq 22
56
hörmunganna síðan. Fáir eru nú lengur svo blindir, að
þeir kenni aðeins einni þjóð um stríðið. Stríðið var ávöxtur
samkepnishyggjunnar, sem ríkt hefir hjá öllum þjóðum.
Eftir er menningarþjóðir veraldarinnar höfðu l'logist á
í fjögur ár á vigvöllum, hófst viðskiftastríð, sem enn stend-
ur. Framan af var það sem leikur. Menn fóru að veðja
um gangverð varnings og gjaldeyris. Menn hugðust ríkir
verða á ágizkunum tómum; þeir veðjuðu um það, hvort
hveitikorn stigi í verði á morgun eður lækkaði, hvort gengi
þessa hlutabréfsins eður hins færi hækkandi eður lækkandi
daginn eftir. Það var því líkast sem almenningur allur
væri kominn með sparisjóð sinn til Monte Carlo og ætlaði
sér að margfalda hann á einu kvöldi við lukkuhjólið. En
þegar minst varði sprakk spilabankinn. Langflestir höfðu
]iá tapað öllu sínu í brasltinu. Þeir hinir fáu, sem hirt
höfðu skildingana, læstu þá niður í kistu og settust á lokið.
Kom þá “kreppan.”
Svipað fór þjóðunum sín á milli, nema hvað þær höfðu
fæstar annað að veðja um eftir stríði en skuldirnar. Svo fór,
að Þjóðverjar gátu ekki lengur horgað skuldir og skaðabætur
öllum þjóðum. Þá gátu ítalir og Frakkar heldur ekki horg-
að Englendingum og engir þeirra Ameríku-mönnum. Fór
þá gullkálfurinn að skjálfa svo á beinunum að öll jörðin
hristist. Gullstikan brotnaði í Englandi og á Norðurlöndum.
Sterlingspundið léttist á lóðinni. Gjaldeyrir flestra þjóða
varð að spyrja sjálfan sig að heiti á hverjum morgni. Am-
eríku-dollarinn einn sinna stéttarbræðra hljóp í spik, en
verður nú að halda kyrru fyrir heima, því bræður hans erlend-
is ráða ekki við hann.
Svona fór um samkepnina. Hún varð inát. Og þar við
situr. Samkepnishyggja samtíðarinnar hefir teflt tafli mann-
lífsins í mát. Iivergi má nú peð né hrók færa í viðskiftum.
Þetta köllum vér “kreppuna.” í auðugasta landi veraldar-
innár er mælt, að um sjö miljónir manna sé atvinnulausar
og margar miljónir matarlausar. Allar þjóðir eru ráðalaus-
ar. Með hverjum degi fjölgar þúsundunum, sem lífinu þarf
að halda í á almannafé. Ein stjórnin ýtir frá sér til hinnar.
Skattgjaldendur hefjast handa til mótspyrnu við auknar
álögur, en öreigalýður fer fylktu liði um götur borganna.
Glæpa-öld er upprunnin úr þessu ástandi, svo ill, að öllum
ægir við.
Hvar er svo kirkjan,—kirkjan þar sem bræðurnir mætt-