Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1936, Qupperneq 24

Sameiningin - 01.03.1936, Qupperneq 24
58 andagift um ástand heims og skorað á almenning að aðhyllast samvinnu-stefnu Krists. Bréf auðmannsins var vingjarnlegt og fylgdi því álitleg fjárhæð sem ársgjald til safnaðarins. En að öðru Ieyti fórust fésýslumanninum orð á þessa leið: “Eg mun ekki oftar sækja kirkju til yðar. Ársgjald mitt mun eg greiða framvegis, því eg er þess fullvís, að kenningar þær, er þér boðið, eru réttar og verða ofan á um síðir. En eg get alls ekki breytt eftir lífsreglum þeim og þó haldið áfram sýslu minni. Eg hefi því ráðið við mig, að hlífa sjálf- um mér við þeim ófriði, sem bættist við hugarstríð það, er eg á nú í, ef eg ætti að sækja kirkju yðar á sunnudögum.” Hér var einlægur maður. Hann kannaðist við það hrein- skilnislega, að hann ekki geti talið sig kristinn mann, jafn- framt því að fylgja samkepnisstefnu samtíðarinnar í fjár- málum. All-víða, hvað sem úr því verður, virðist um þessar mundir samúðar- og samvinnu-stefna ryðja sér lil rúms bæði nær og fjær. Mjög augljóst er, að almenningur vill frið. Þeir, sem brjóta vilja upp á nýmælum, sem sundrung hafa í l'ör með sér, fá litla áheyrn og litla þökk alþýðu. Fólk krefst þess, að jafnvel prestarnir hætti að fjargviðrast út af sérkreddum sínum, og gangi heldur á hólm við mannfé- lagsbölið ógurlega í nafni herra síns. Nýjar hólmgöngustefn- ur milli “fundamentalista” og “modernista” vekja enga at- hygli lengur. Á næstu árum mun sú mannfélagsstofnun, sem kallar sig kirkju Krists, prófast í eldi, og það koma í Ijós, að hve miklu leyti hún er í raun og veru bræðrakirkja Krists, og að hve miklu leyti hún er einungis ein af hinum risavöxnu atvinnustofnunum mannanna. En hvort sem hin núverandi kirkja fellur eins og 'í Rúss- landi, eður hreinsast nú svo í eldinum, að hún verður á eftir gullmyntin, sem verðmæti lífsins verða rniðuð við, þá mun kirkja bræðranna standa, sú er reist verður á þeim stað, þar sem samvinna kemur í stað samkepninnar, þar sem bræður bera kornbundin hvor á annars akur og andi Guðs kemur til móts við anda mannanna. —“Sam.” marz 1932.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.