Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1940, Side 3

Sameiningin - 01.02.1940, Side 3
$amriningin. Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vestrheimt Ritstjórar: Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A. Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A. Séra Rúnólíur Marteinsson, 493 Lipton St., Winnipeg. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. 55. ÁRG. WINNIPEG, FEBRÚAR, 1940 Nr. 2 Kirkjufélagið—fortíð þess, nútíð og framtíð (Erindi flutt á kirkjuþingi í Mikley 1939). Þetta umtalsefni hefir, ef til vill, vakið þá hugsun hjá einhverjum að eg ætli mér þá dul að kveða upp nokkurs konar fullnaðardóm yfir sögu vorri. Svo er þó ekki. Hvorki teldi eg mig til þess færan, né heldur finst mér það æski- legt að reyna að binda viðhorf sögunnar við álit nokkurs eins manns. Það miklu hógværara hlutverk vakir fyrir mér að ræða við ykkur í bróðerni um ýmislegt er viðkemur sögu vorri og viðhorfi þannig, að það mætti að einhverju leyti glöggva nokkra drætti, miða að sarnúð og dómgreind bæði gagnvart því sem var og er, og beina huganum mót framtíðinni og úrlausnarefnum hennar, sem allra minst fjötraðir eða blindaðir af hleypidómum frá því liðna. Eg geri mér grein fyrir að þessu takmarki verður einungis náð þannig að vér hefjum sanngirni og réttsýni fram yfir blinda hliðhollustu við einskorðuð sjónarmið. Vegna þess að það eitt, sem mælir með sér fyrir upplýstri hugsun, getur staðist þegar til lengdar lætur, reiði eg mig meira á vakta dóm- greind ykkar en á fullveldi míns eigin úrskurðar. Bæði sagan, nútíð og framtíð, þarfnast sjálfstæðrar hugsunar til

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.