Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1940, Side 4

Sameiningin - 01.02.1940, Side 4
18 að meta það, sem munur er á, og horfa glöggskygnum aug- um mót því, sem framundan er. Frjáls félagsleg samtök meðal útfluttra fslendinga í Ameríku þurfa að skoðast í ljósi þess, sem á undan var gengið. Þátttaka íslenzks almennings í félagslegri framtaks- semi innan ríkis eða kirkju var enn þá ung og lítt þroskuð þegar vesturfarir hófust. Hún var einn þáttur í þeirri þjóðernislegu vakningu, sem á öldinni er leið gekk yfir þjóðina. Fram að því var frjáls þátttaka fólks í almennum velferðamálum aðallega fólgin í því að gera sér gott af því sem bauðst. Að þessi mál þyrftu og ættu að vera í hönd- um almennings til feðferðar, var enn þá lítið annað en óreyndir draumórar, sem einungis á stöku stað voru teknir alvarlega. Er að finna greinilega lýsing þeirra umbrota er áttu sér stað í þessu tiliti heima á ættjörðinni í hinni ágætu bók “Æfintýrið frá íslandi til Brazilíu” eftir Þ. Þ. Þor- steinsson. Snertir það einkum Þingeyjarsýslurnar, sem gengu á undan. Það, sem fyrst kom róti á menn til að hefja frjálsan félagsskap, var útþráin, þegar i öll skjól virtist fokið heima fyrir. Brazilíufélag, framfarafélag og lestrarfélög voru þættir í þjálfun íslendinga til félagslegrar samvinnu. Undir það voru þeir lítt búnir, því hæði var ó- vaninn og svo upplagið nokkuð einrænt. í ofangreindri bók eru þau ummæli i bréfi frá Jakob Hálfdánarsyni að íslendingar flestir séu þannig að þeir treysti sjálfum sér bezt. Slíkt sjálfstæði hefir mikið til síns ágætis, en félags- leg samtök þarfnast þess ekki síður að menn læri að treysta hver öðrum, ef vel á að fara. Þörfin á þessu og leið til þess að glæða það lærist ekki til fulls nema í skóla reynsl- unnar. Vesturfarirnar hófust úr vaknandi félagsviðleitni heima á ættjörðinni. Fylgdi hún þeim úr garði, er lögðu til Ameríku, og þroskaðist hjá þeim með þeim ummerkjum og annmörkum er félagslegum viðvaningum vilja fylgja. fslendingar höfðu eitl fast í huga er hingað kom. Þeir vildu halda saman, en ekki tvístrast. Þeir fundu til þarfar hver á öðrum og studdi það þennan ásetning. En upplag þeirra og óþjál félagskend gerðu erfitt fyrir. “Það er mikill flokkadráttur meðal fslendinga hér,” voru ummæli spaks inanns um samkomulagið i Milwaukee á fyrsta dvalarári þar, er allur hópurinn taldi um sjötiu sálir. Þá var vandinn úr að leysa hvar heppilegast væri að íslendingar tækju sér bólfestu. Var það mikilsvert mál, og hlaut það miklu að varða hver niðurstaðan yrði. Gafst hér frábært tækifæri

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.