Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1940, Síða 10

Sameiningin - 01.02.1940, Síða 10
24 inn íhaldsmaður. Til eru þeir menn, sem fylgja róttækri stefnu í öllum málum eða íhaldsstefnu í öllum málum, en slík samkvæmni er engan veginn sjálfsögð jafnvel hjá yfir- burðamönnum. Margir eiga ítök bæði í róttækni og íhaldi. Fær þá gjarnan hvort um sig framrás á mismunandi sviðum lífsins. íhaldið hefir hug á því að vernda þau verðmæti, sem við eiguin frá því liðna. Róttæknin krefst breytinga, sem skilyrði fyrir framför. Hvorttveggja á rétt á sér, og þegar togið milli þeirra er í réttum hlutföllum skapast jafn- vægi í lífið. Þegar hvorttveggja gistir hjá sama einstakl- ingnum, styður það einnig að jafnvægi ef hvorttveggja beinist að því sama. Róttækni í trúmáluin knúði fyr á dyr hjá Dr. Rögnvaldi eins og hjá íslendingum alment, en ihaldssemi í mannfélagsmálum. Hann virðist hafa verið búinn að fullnægja hneigð sinni til róttækni áður en kom að mannfélagsmálunum. Þar treysti hann bezt troðinni leið. Ekki var þetta sprottið af neinu tilfinningaleysi fyrir ástæðum fólks,, því hann var viðkvæmur fyrir neyð annara og hjálpsamur. En sú sterka hneigð, sem svo mikils hefir gætt innan kirkjunnar hér í Vesturheimi og víðar, að láta ekki sitja við að bæta úr afleiðingum neyðar, heldur kom- ast fyrir orsakir neyðarinnar, var ekki áberandi einkenni Dr. Rögnvaldar. Hann varðist allri róttækni í þeim efnum. -f -f -4 Eg minnist þess atburðar er Dr. Rögnvaldur flutti kveðju frá kirkjufélagi sínu og frá eigin brjósti á fimtíu ára afmæli kirkjufélags vors að Mountain. Með hlýleik og virðingu talaði hann um viðleitni kirkjufélagsins án þess vitanlega að slá nokkuð af eigin skoðun. Hann var auðsjá- anlega djúpt hrærður og það ekki síður vegna þess að hann vissi að mörgum fanst þetta óviðeigandi. Mér fanst sá atburður túlka réttilega þann anda er ríkja ætti milli þess- ara kirkjufélaga og manna þeirra. Velvild og samhygð komast að þrátt fyrir allan skoðanamun. Eg minnist þess með gleði að í langri viðkynningu okkar kom aldrei það fyrir er skyldi eftir neinn persónulegan biturleik. Oft frétti eg eftir honum vinsamleg ummæli í minn garð þegar eg var hvergi nærri. f sama anda vildi eg korna fram gagn- vart honum lifandi og nú látnum. Ekkju hans, frú Hólm- fríði, og ástmennum hans öllum vildi eg tjá mína persónu- lega hluttekningu. —K. K. Ó.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.