Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1940, Síða 11

Sameiningin - 01.02.1940, Síða 11
25 Á refilátigum Ertu kominn, landsins fo-rni fjandi? Fyrstur varsta enn að sandi, fyr en sigling, sól og bjargarráð.— Svo kveður Matthías, þegar hann á vordegi lítur hafís- hreiðuna fyrir ströndum islands. Eitthvað svipað hefir líklega mörgum orðið á munni þegar þeir vöknuðu við vondan draum á þessu hausti, og heyrðu um friðslitin austur í Evrópu. Það hafði látið ófriðlega í útvörpum og fréttasímum vikurnar á undan; og þó var fregnin svipleg, óvænt, nærri því ótrúleg, þegar hún harst út um heiminn. Var það satt — spurði víst margur sjálfan sig — gat það verið satt, að vígaofsinn hefði nú enn einu sinni slitið af sér öll bönd, eins og sá djöfulóði forðum; var hann nú kominn enn á stúfana, búinn að stofna heiminum út í blóð- uga styrjöld aftur? Já, það var satt, því miður. Herskap- urinn var fljótur á sér enn einu sinni; fyrri til en sann- girni, hógværð og heilbrigt vit. Hann hafði banað síðustu friðarvon með sprengikúlum á meðan þjóðirnar sváfu. Friðsamir menn eru víst aldrei fullviðbúnir þegar stríð skellur á; og það jafnvel þótt þeir hafi virt fyrir sér til- drögin vikum eða mánuðum á undan. Friðrofin koma þeim altaf eins og á óvart; þeir eru vonsviknir, forviða. Vígaharkan er svo gagnstæð öllu eðli slíkra manna; ekki aðeins hugsjónum þeirra, heldur öllu því sem þeim finst vera rétt og sjálfsagt og eðlilegt. Lendi þeir í hríðinni, þá verður þeim raunveruleikinn sjálfur, sprenginga-skarkalinn og mannfallið, eins og illur draumur. Það er því lítil furða, þótt friðarmönnum gangi einatt illa að koma sér fyrir í ófriði. Þeir eiga þar ekki heima. Þeir tapa jafnvæginu, lenda út í öfgar og ósamkvæmni. Sumir fyllast heift við einhvern sérstakan persónugjörving vígastefnunnar, eins og Vilhjálm keisara; aðrir ausa dóm- unum jafnt á báðar hliðar, eins og málavextir komi þar alls ekki til greina; aðrir afsala sér allri hugsunarábyrgð og láta leiðast af hervaldinu. Það er svo auðvelt að villast á þeim refilstigum. Kirkjan er friðarstofnun; stríðið, sem hún, á í, er ekki við blóð og hold. Meistari hennar er friðarhöfðingi. Hún

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.