Sameiningin - 01.03.1940, Page 16
46
Með þessum atburðum hóf hann að draga menn til sín.
Aðdráttarafl hans var tekið að starfa í heiminum. Svo
kom hvítasunnan og þúsundir gengu Ktisti á hönd. Læri-
sveinar hans fengu guðlega djörfung til að vera vottar hans
til yztu endimarka jarðar. Skari manna gekk hiklaust mót
kvalafylzta dauða fremur en að afneita honum. Á sínum
tíma könnuðust konungar og ríki við vald hans. Norður-
álfan varð kristin. Og enn leggur kristindómurinn undir
sig ný lönd og trúboðar hans ferðast um alla jörðina tii
að flytja mönnunum friðmál hans. Að þessu athuguðu
virðist vel viðeigandi að segja: “Sigurhetjan, Jesús minn.”
Hann dregur enn þá menn til sín.
Með þessu hefir verið bent á fáeina lauslega drætti sem
sýna uppháfning Jesú til valda á jörðu. Við athugun þess
koma mörg atriði í hugann.
Eitt, sem allir skynigæddir menn vita, en veita þó ekki
nógu nákvæma eftirtekt er það, að vald Jesú er andlegt.
“Mitt ríki er ekki af þessum heimi,” sagði hann við Pílatus.
“Guðsríki er hið innra með yður,” sagði hann við annað
tækifæri.
Rithöfundur nokkur hefir þetta að segja: “Ef veröldin
hefði krýnt Jesúm konung sinn og hann ráðið yfir öllu
gulli hennar, hefðum við aldrei þekt nafn hans. En við
bárum honum gall-edik að munni, stungum spjóti í síðu
hans og negldum hann á kross. Og hann er hinn eilífi
sonur dýrðarinnar.” Hann tignar hugur vor, hann elska
hjörtu vor, honum helgum vér vilja vorn.
Með enn fullkomnari orðum en þessum hefir Páll
postuli lýst upphafning Jesú í Filippí-bréfinu: “Hann tók
á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur; og er hann kom
fram að ytra hætti sem maður, lítillækkaði hann sjálfan
sig og var hlýðinn alt fram í dauða, já, fram í dauða á
krossi. Fyrir því hefir Guð hátt upp hafið hann og gefið
honum nafnið, sem hverju nafni er æðra til þess að fyrir
nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig, þeirra sem eru á
jörðu, og þeirra sem undir jörðunni eru, og sérhver tunga
viðurkenna, að Jesús Kristur sé Drottinn, Guði föður til
dýrðar.”
Áhrifamikið orð höfum vér einnig frá postulanum
Pétri um upphafning Jesú: “Hann er steinninn, sem
einskis var virtur af yður húsasmiðunum; hann er orðinn
að hyrningarsteini. Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum,
því að eigi er heldur annað nafn undir himninum er menn