Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 3
%nu'imngin.
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindónii íslendinga
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheim
Ritstjórar:
Séra Kristinn K. Oiafson, 3047 VV. 72 St., Seattle, VVash., U.S.A.
Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A.
Séra Rúnóltur Marteinsson, 493 Lipton St., Winnipeg.
FéhirSir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., VVinnipeg, Man.
55. ÁRG. WINNIPEG, APRÍL, 1940 Nr. 4
Páskasólin
Sjá, dagur rís úr dauðans nótt
í dýrð, ineð páskamorgni,
og geislar verma dapra drótt,
svo daggir hvarma þorni.
Og geisladýrðin gleði Ijær,
og glæstur runninn dagur.
Svo vonarljósin lit'i skær
nú logar himinn fagur.
En nótt var áður níðamyrk,
ei nein á himni glæta,
því sól var horfin varmavirk
og von er kunni bæta.
Þá næturmvrkrið nísti sál
sem norðanveðra kaldi,
og jökul-nepju nístings stál
með nöpru dauðans valdi.
En nú varð óðar bjart og breytt
i bræðra þungum huga,
um þeirra hjartarætur heitt,
er helnótt mátti lniga:
Iiann lifði sem til lífs þeim dó.
Og lífið varð þeim sigur,
og með þeim andans orka bjó
og andans helgi vigur.