Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 6
52 Upp frá djúpi eymdar minnar Allslaus sál mín flýr til þín; Og í trausti elsku þinnar, Efnin vönd þér felur sín. Herra! Til mín hneig þitt eyra, Hjartans kvak mitt virztu að heyra. Hrærðu strengi hjarta míns Helgum lcrafti anda þíns. Yfirgefnum, aumum, snauðum, Unn mér líknar kærleiks þíns; Leið mig — heygðan lífs. í nauðum, Lóttu á þrengslum hjarta míns. Mótgang lífs í blessun hreyttu, Biðlund mér í þrautum veittu. Bænheyr, Drottinn, barnið þitt, Bjargið alda, vígi mitt. Maria G. Árnason. Vandamál ungdómsins Eftir séra Harald Sigmar Sérhverri ltynslóð, sem uppi er virðist finnast að vanda- xnál ungdómsins, eða öllu heldur vandamál sín út af ung- dóminum, séu meiri og alvarlegri en hjá nokkurri annari kynslóð. I því el'ni finst hverri kynslóð sýnilega að hún hafi meiri erfiðleika við að stríða en dæmi séu til. Það er í alla staði heilbrigt að láta sér ant um ungdóm- inn og vandamál hans. Og það er einnig réttmætt að hugsa um þau vandamál, sem á einhvern hátt eru tengd við hina uppvaxandi kynslóð. En hitt er verra að á þeim vegum kemur oft franx öfgasemi og ósanngirni. Og það mun sanni næst, sem spakir menn hafa stundum haldið fram, að angdómurinn hjá einni kynslóð sé ekki neitt erfiðari og /erri en ungdómur annara kynslóða, nema |)á ef svo skyldi /era, að kynslóðin sjálf sé öðrum kynslóðum verri. Eitt er vandamál og líka sorgarefni, sem vert er að athuga hér, að við hinir uppvöxnu og fulltíða, leggjum oft snörur og freistingar á leið ungdómsins. Við gjörum það bæði vísvitandi og óafvitandi. En við ávítum svo ungdóm- inn harðlega fyrir það að falla í slíkar snörur, eða fyrir slíkum freistingum. En engum getur xneð neinu móti dul-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.