Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 7
53
ist hversu al-ósanngjörn slík framkoma er, af hálfu okkar
hinna uppvöxnu.
Annað, sem verður að koma til greina þegar við eruni
að tala um vandamál ungdómsins, er það, að ástæðurnar
í umhverfinu skapa oft frábæra örðugleika fyrir ungdóminn,
sem er alveg ómögulegt fyrir ungdóminn að ráða við. Og
þó er það hreint ekki dæmalaust að ungdómurinn sé harð-
lega víttur fyrir að láta slíkar ástæður verða scr til falls.
Það má t. d. minnast hér á atvinnuleysið nú á tímum.
Ungt fólk, sem bæði á yfir góðum vilja og miklu starfs-
þreki að ráða, stendur allan daginn iðjulaust á torginu, þó
það hafi notið góðs undirbúnings til ýmiskonar starfa, og
þó það þrái að koma ákefðinni, sem ólgar í æðum þess fram
í einhverri gagnlegri og uppbyggilegri starfsemi. Og þegar
ákefðinni er varnað þess að brjótast fram í gagnlegri og
góðri starfsemi er ávalt frábærlega hætt við að hún verði
að brjótast fram á einhvern annan og verri hátt. Hér er
stórt vandamál, sem jn'oskað og uppvaxið fólk er skyldugt
að nálgast með alvöru og skilningi.
Eg hefi margoft heyrt felda svo þunga og ósanngjarna
dóma um ungdóminn, að eg hefi setið undir þeim vanhugs-
uðu stórudómum, með hjartað fult af brennandi sársauka.
Þetta megum við hinir eldri ómögulega gjöra, það getur
haft hin skaðsamlegustu áhrif á hugi hinna ungu. Það,
sem ungdómurinn allra mest þarfnast af okkar hálfu er
skilningur og samúð. Hann þarfnast líka hjálpfýsi og að-
stoðar okkar við að ráða fram úr málum sínum. En með
grimmum og ósanngjörnum dómum verður engin gáta
ráðin.
En þó maður hafi nú hér minst á nokkuð af því sem
manni virðist að ungdómurinn muni þarfnast, jiá veit mað-
ur það að unga fólkið þarfnast einkis meir en þess, að
eiga góða samvizkusama og einlæga kristna foreldra, sem
leggja krafta sína fram í hjartans einlægni, að ala börnin
sín sem allra bezt upp, og kenna þeim það, sem er fyrir
beztu; — foreldra, sem bæði beinlínis og óbeinlinis leiða
hina ungu til Drottins, koma þeim undir hið helga merki
krossins og inn á leiðir sannarlegrar ráðvendni og trú-
mensku í störfum og allri framkomu.
Sumir foreldrar, -- já, margir, margir foreldrar virðast
því miður ekki hafa lag á að veita börnum sínum gott upp-
eldi. Jafnvel þó þeir hafi góðan vilja á því, þá skortir lag
og tækni til jjess. Þetta er auðvitað mjög sorglegt. Þannig