Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 18
segir að þrír menn hafi mist lifið af þeim sökum árið sem
leið, en sex í hitt ið fyrra, og átta árið 1937. Virðist því
áreiðanlegt að sá skrílsháttur sé nú að leggjast niður.
Þessa framför þakka kunnugir aðallega góðri frammistöðu
]>resta og annara leiðandi manna í Suðurríkjunum; en
drápin hafa langflest verið framin áður í þeim landshluta.
+ + +
Á meðan Þjóðverjar eyddu Varsövaborg ineð eldi og
sprengingum í haust, létu þeir þjóðkunnan málara, Ernst
Vollmer, flögra þar yfir í loftfari og gjöra teikningar og
ljósmyndir af borgarbrunanum. Síðan hefir hann unnið
nokkur málverk upp úr þeim myndaforða. Þau voru sýnd
í vetur um jólin á listastofu í Munich, og sumt af þeim
litprentað í jólanúmeri blaðsins Völkische Beobachter, sem
er leiðandi málgagn Hitlers. Þótti víst Hitlersmönnum
ágætur jólaboðskapur vera fólginn í myndum þessum og
efni þeirra.
+ + +
Nokkuð á aðra miljón manna meiddust af bílaslysum
sunnan “línunnar” á síðasta ári, og rúmar þrjátíu og tvær
þúsundir létu lífið. Skýrslur telja fram allmargar orsakir
að þessum slysum, og líklega með réttu; en ein er þó lang-
tíðust — sú, að drukkinn maður heldur um hjálmunvölinn.
■f -f -f
Þýzka þjóðin hefir lítinn fögnuð fundið í þessum ófriði,
hvað sem stjórnarvölidin segja. Má sjá það á mörgum
merkjum, að sögn manna sem þaðan koma. Blaðamaður
nýkominn frá Þýzkalandi segist hafa verið í Berlín um
jólaleytið í vetur og hlustað þar á fagran kirkjusöng eftir
Bach. Söngsalurinn var troðfullur, og herklæddir menn
dreifðir um allan hópinn. Þegar sunginn var textinn:
“Friður á jörð,” voru flestir með tárvot augu, karlmenn
ekki síður en lcvenfólk; og' eins þegar kom að seinasta söng-
textanum: “Biðjið um frið.” — Rétt fyrir neðan þann
texta var þessi stjórnarskipun á sönglistanum: “Ef hlásið
er til aðvörunar um sprengitor í lofti, verður fólkið að
hraða sér samstundis niður í kjallara.”
—G. G.
Gjöf í heimatrúboðssjóð: Vinur, Lundar, $'5.00.