Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 12
58 urnar út af breyttu viðhorfi séra Friðriks J. Bergmann í kenningarlegu tilliti. Byrjaði það með fyrirlestri hans “Bókstafurinn og andinn” er fluttur var á kirkjuþingi að Gimli 1901. Það mundi ekki vekja minstu báru í kirkju- líli voru þó að slíkur eða svipaður fyrirlestur væri fluttur nú. En eins og sagan ber vitni, leiddi hann til vaxandi ágreinings er um síðar klauf Kirkjufélagið. i fyrstu var ágreiningurinn lítill, en við deilur fór hann vaxandi eins og oft vill verða. Mér finst erfitt að lesa söguna þannig að maður ekki finni til þess að oft var þrædd óheppileg leið i sambandi við þetta mál. Vitanlega getur enginn sagt með vissu hvaða áhrif það hel'ði haft ef minna hefði verið deilt en meira rætt af hófstillingu, en líkur eru til að það hefði að einhverju leyti lægt vötnin og stutt að heppi- legri úrslitum. Frá því 1904 þekti eg söguna af eigin reynd og átti örlítinn hlut að máli í meðferð þessa. Eg undanskil alls ekki sjálfan mig þegar eg harrna mikið af gangi málsins. Þó svo hefði farið engu að síður að af klofningi hefði orðið, trúi eg því að annar andi hefði getað verið á milli er dregið hefði úr ógæfunni og verið samboðn- ari ineðferð kristilegra mála. — Vitanlega áfelli eg ekki þá er ekki geta þannig' litið á málið. En persónulega er mér léttir að því að kannast við mitt eigið viðhorf, er eg hygg að gætt hafi töluvert innan Kirkjufélagsins en iítið verið hreyft við. Sendimaðar Roosevelts á vegum páfaátjórnar ! I_________________________________________________1 Bandaríkjastjórn hefir engan sendiherra haft í páfa- garði síðan á miðri nítjándu öld. Embættið var lagt niður af því að sú tilhögun var alt annað en vinsæl heima fyrir. Mótmælendum þótti hún koma í bága við það hlutleysi stjórnarinnar í kirkjumálum, sem talið er nauðsynleg trygg- ing' fyrir andlegu frelsi. Skoðunin var á góðum rökum bygð, jafnvel þótt páfinn hefði á þeim dögum umráð yfir verzlegu höfðingjadæmi austur á ítalíu; enda glötuðu páfa- menn þeirri átyllu, þegar þetta ríki þeirra gekk undan páfa- r stólinum árið 1870. Frá þeim tíma hefir páfinn ekki haft nein veraldleg völd, þangað til nú fyrir einum tíu-tólf árum, að hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.