Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 4
50 Og síðan hefir sólin blíð með sínum geislum alið um aldir og með öllum lýð Jiá ást er lífið kalið fær grætt og vakið gróður þann í Guði vígðum hjörtum, sem ávöxt gefur eilífan með ástar litum björtum. Og sólarinnar birta hlíð með hléssun helgri gleður. Til söngs enn vekja vill vorn lýð sem vora trúarfeður, og breyta líl'i í bræðrareit, svo bygðir heilar erfi, og vorsól lífsins vermi heit og vetur allur hverfi. N. S. Th. Kvöldhugsun eftir páskana Fáum mönnum mun vera geðfelt að fara fram hjá opnum dyrum á auðu húsflaki, þegar dimmir af nótt. Og því síður munu menn kæra sig um að ganga inn um þær dyr, jafnvel þótt hjátrú eða myrkfælni komi þar ekki til sögunnar. Staðurinn er bara fráfælandi. Myrkrið úti fyrir verður aldrei svo niðadimt, að ekki sé dyraopið ennþá svartara. Það er eins og sjálfur myrkraheimurinn híði manns þarna með opnu gini; flestir fara fegnir burt af þeim stöðvum. En svo kemur það fyrir stundum, að einhver maður fer inn um þessar ömurlegu dyragættir, gjörir húsið byggilegt aftur og sezt þar að. Og þá er ekkert fráfælandi við þann samastað lengur; þar eru nú heimkynni lífs en ekki dauða. Húsið starir ekki framar holum augnatóftum út í nætur- dimmuna; nú er ljós í glúggunum og hlýtt og bjart inni fyrir þegar kvölda tekur. — Allir kannast við þann fegin- leika, þann einkennilega yl, sem fer um hjartaræturnar, þegar þeir að kvöldi dags eftir langt og strítt ferðalag, líta alt í einu ljósdepil framundan sér í myrkrinu. Og það því heldur, ef þar er vin að hitta. Þá táknar ljósið hér um bil alt, sem mönnum er hugþekkast á þessari jörð; farsælan

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.