Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 9
55 uppvöxnu. Það er í alla staði óeðlilegt og óheilbrigt. Hjá hinum ungu þurfa snemma að þróast og þroskast góðar og göfugar innri hvatir. Og þau þurfa að leggja sífelt einlæga rækt við þær. Ungmennin mega alls ekki láta sér standa á sama um þær góðu og göfugu kristilegu hvatir, sein hafa náð einhverri fótfestu í sálum þeirra, fyrir að- gjörðir góðra foreldra og annara góðra manna og kvenna. Þau mega ómögulega lofa slíkum hugsjónum, sem kann- ske eru enn ekki búnar að ná djúpum rótum í lífi þeirra að fjúka út í veður og vind, og afsalta sig svo ineð því einu, að þær hugsjónir eða hvatir séu til sín komnar frá “gamla fólkinu” og séu því gamaldagslegar og meira eða minna úreltar. Þau eiga heldur að læra að tileinka sér þær hug- sjónir og hvatir, — færa þær kannske eitthvað í annan búning, sem þeim virðist betur henta fyrir sig. En varð- veita kjarnann og andann í þeim. Það má búast við að hjá ungmenni hreyfi sér efa- semdir í sambandi við eilífðarmálin, — kristindóminn og trúna. En ungmennið hefir þó engan minsta rétt til að kasta þessu frá sér í hugsunarleysi. Ungmennið má ekki með neinu móti varpa útbyrðis feðratrúnni, kristindóm- inum, sem því hefir verið innrættur heimafyrir. En það á heldur ekki að taka við honum og geyina hann hjá sér í algjörðu hugsunarleysi og án þess að kristindómurinn og trúin, sem heimilið hefir innrætt, verði því að nokkru áhuga- máli. Ungmennið þarf að íhuga innihald og efni þess krist- indóms, sem foreldrin hafa innrætt því, í kyrþei og með auðmjúkum anda. Og svo að tileinka sér hann að því leyti sem því er unt, — gjöra hann að sinni eigin eign. Vel má ske að ungmennið finni brýna þörf til að breyta eitthvað búningnum, ganga eitthvað öðruvisi frá hinum ytri um- búðum. En í sálu sinni verður það að varðveita kjarnann. Aldrei mega þau missa Krist sjálfan. Annað, sem unga fólkið má til að temja sér er hlýðni, hlýðni við Guð, hlýðni við foreldra og réttmæt hlýðni við yfirboðara, landslög og reglur, sem eru í gildi. Það verður ekki unt fyrir neinn að ná þeim rétta þroska, sem sér- hverju mannsbarni er nauðsynlegur, nema að hann hafi fyrst á uppvaxtarárum og svo áfram á æfibrautinni tamið sér hlýðni og hollustu. Slík glaðvær hlýðni mun verða góður steinn til að leggja í grundvöll hins sanna sigurs fyrir ungdóminn. Enn annað afar-þýðingarmikið grundvallaratriði, er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.