Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 10
56 snertir sigur ungdómsins á síniim erfiðleikum og vandamál- um, er að tileinka sér þjónustuanda og þjónustustarl'. Þegar Jakob og Jóhannes, bræðurnir í hópi postula Krists, mæltust til þess við Jesú, að þeir mættu sitja annar til hægri handar honum og hinn til vinstri í ríki hans, þá benti Jesús þeim á það ákveðið, að slík beiðni væri bygð á eigingirni, og gæti því alls ekki leitt til sigurs fyrir þá. Um leið gjörði Jesús þennan raunalega viðburð að tilefni til að útmála það skýrt fyrir öllum lærisveinum sínum, að leiðin til verulegs sigurs, væri sú að tileinka sér anda þjónustuseminnar og kærleiks- lífsins. Á þetta verður þá líka að leggja hina dýpstu á- herzlu, þegar verið er að ræða um sigurvon ungdómsins í sínum ýmsu erfiðleikum og vandamálum. Hér er nú einmilt atriði sem Jesús lagði sjálfur hina sterkustu áherzlu á. Og ekki veit eg hvaða vitnisburð við eigum að aðhyllast, ef við sniðgöngum vitnisburð Jesú Krists. Kirkjufélagið—fortíÖ þess, nútíð og framtíð (Erindi flutt á kirkjuþingi í Mikley 1939). (Framh.) Sönn hollusta er ekki fólgin í því að verja alt er áhrærir sögu vora félagslega eða viðleitni vora í samtíðinni. Þörf er á raunsæilegri afstöðu ef nokkuð á að lærast. Einkum má búast við því að í deilum og flokksbaráttu gangi erfitt að gæta ætíð þess anda og þeirra hygginda, sem þörf er á. Eg trúi ekki öðru en að við íhugun komi fram í huga flestra minnisstæð dæmi þessu til staðfestingar. Hvort sem deil- urnar hafa verið heimaræktaðar eða þær hafa borist að, hefir oft farið þannig að málefnið hefir ekki skýrst hlut- fallslega við þann hita, sem verið hefir í haldinu í sambandi við ágreininginn. Skilmingar ekki verið að jafnaði til skýr- ingar. Málsbótin er að deilurnar beri vott um áhuga og sannfæringu, sem virða beri. Þegar þetta hefir verið tekið til greina að fullu, verður engu að síður ljóst að eitt mesta harmsefni sögu vorrar í kirkjulegu tilliti er skortur á hóf- stillingu í sambandi við trúarlegar umræður og ágreining. Þar hafa komið fram íslenzk einkenni, sem þráfaldlega hafa reynst varasöm. Minnistæð senna var háð áður fyrri út af útskúfunar-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.