Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 11
kenningunni bæði heima á íslandi og hér. Hún var selt
mjög á oddinn forðum þegar séra Matthías átti.hendur sínar
að verja fyrir frábrugðnar skoðanir. Var nokkur þátttaka
í þeirri deilu einnig hér. Aftur gætti hins sama þegar séra
Magnús Skaftason fór að hallast að únítaratrú. Fleira var
vitanlega á döfinni í bæði skiftin, en útskúfunarkenningin,
þó hún yrði éinn aðal brennipunktur í deilunum. Bakhjarl
áttu deilur þessar í þeim almenna skilningi á kenningunni
að hún sýni oss Guð sem pyntingarmeistara, er kasti hinum
harðsvíruðu í eldsofn til ævaranidi hefndar fyrir mótþróa
þeirra, þó Dante og Milton eigi miklu meiri þátt í að stað-
festa þennan skilning en ritningin. í ritningunni er lík-
ingamálið með þeirri fjölbreytni (myrkrið fyrir utan —
eldur þeirra sloknar ekki) er ætti að útiloka bókstaflegan
skilning, en hjá skáldunum er meiri einhæfni, sem leitt
getur fremur til að binda skilninginn við orðanna hljóðan.
Eg hygg að enginn í kirkjufélagi voru hafi aðhylzt eða
viljað verja þá skoðun að hin alvarlegu orð Krists um
ógæfuna er maðurinn bvr sér fráskilinn Guði heri að skilja
sem bókstaflegan eld, en að ekki sé réttmætt að tæma þau
allri merkingu og þeim alvöruþunga er í þeim liggur.
Manni virðist að jákvæð framsetning þessa hefði verið
skæðasta vörnin gegn þeim er móti mæltu. Það hefði gefið
þeim rétt á því að hafna bókstaflegum skilningi, án þess að
draga fjöður yfir orð Krists eða merkingu þeirra. En í
aðal umræðum er fram fóru á kirkjuþingi var aðeins að
þessu vikið. Það var talið utanvið málefnið er fyrir lá —
eilíf vansæla. Þess gætti meira að fella dóm í þvi að kenn-
ingunni mætti ekki hafna en að útleggja merlcingu hennar
eftir því sem unt er, þó kannast þurfi við að hér er um
leyndardóm að ræða, sem ekki verður fyllilega leystur.
Sýndi þetta lítinn skilning á hugsunarhætti og trúarlegum
vandkvæðum fslendinga, er einmitt hafa hneykslast á þvi
mest að fylgja hér orðanna hljóðan án frekari skýringar.
“Hræðslu sálarmorðið” voru spámannleg orð séra Matthías-
ar í alkunnum sálmi. Þar eins og í orðum Krists er vikið
að þeirri hættu að maðurinn sjálfur geri afturhvarf sitt
ómögulegt. Að hann getur það til langframa er kunnugt
af reynslunni. Ivristur bendir til að hættan nái lengra en
þekking okkar nær. -— Það er bemding um hve tvísýnn er
árangur af deilum, að oftast fjarlægja þær menn en sann-
færa ekki.
Aðal eldraun Kirkjufélagsins stóð í sambandi við deil-