Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 16
hafi verið meiri aðdáun á honum en nú. Jesús er enn sigur- hetja vor. En nú? Hefir ekki breyting orðið á þessu hin síðustu ár? Ekki er því að neita. Hinn hræðilegi sorgarleikur sem hafinn var í ágúst, 1914, verðaldarstríðið mikla, sem i raun og veru enn stendur yfir, hefir óneitanlega l)reytt ástandi og útliti heimsins að stórum mun. Eitt af því marga í sambandi við það styrjalda-mál er los hinna illu afla. Á einum stað í Opinberunarbókinni er talað um að “Satan muni leystur verða.” Einmitt það er eitt af því, sem hefir komið í Ijós við stríðin. Allir geta með lítilli athugun fengið næga sönnun þess. Eitt má benda á: hópur guð- lausra manna hefir hrifsað í sínar hendur stjörnarvöldin í að minsta kosti tveimur meginríkjum Norðurálfunnar. Af þessu hefir leitt í báðum tilfellunum djöfulleg grimd, græðgi í lönd annara manna og ofsókn gagnvart kristin- dóminum. Annað stórveldið hefir í raun og veru, hvað opinbera afstöðu snertir, verið gjört guðlaust land. Um sár Gyðinganna, Tékkanna og Pólverjanna ætla eg hér ekki að tala; en eg ætla að minnast með fám orðum á Finnland. Göfugri þjóð í Norðurálfunni eða í víðri veröld er ekki til en Finnar. Þeir hafa búið í landi sínu sem nær norður að íshafi ef til vill 2000 ár, hafa gjört sér landið undirgefið með frábærri elju og hinum ágætustu hyggindum. Þeir hafa reynst hermenn, svo góðir að heimurinn getur ef til vill ekki sýnt neitt til jafns við þá; þeir hafa veitt árás Rússanna þá viðstöðu sem er á bekk við það allra bezta, sem mannkynssagan hefir að sýna. En þegar þeir ekki verða fyrir ranglátum árásum eru þeir friðsamir menn. í 20 ár nutu þeir sjálfstæðis og á þeim árum höfðu þeir gjört stór undur í að bæta alla afkomu þjóðarinnar. Þeir leituðu ekki á neinn, þeir vildu aðeins vera látnir í friði til að efla þjóðina sína í hinni sönnustu velferð bæði líkam- lega og andlega. Þeir voru eina þjóðin í Norðurálfunni, sem stóð í skilum við Bandaríkin á lúkning stríðsskulda. Þeir hól'u göngu sína sem ráðvönd þjóð og það varð þeim til blessunar. Hagur þeirra blómgaðist og atvinnuleysi var þar mjög lítið. Þeir eru frábærlega hraust þjóð, at- hugul, úrræðagóð og úthaldssöm. Þeir eiga forna menn- ingu sem hefir átt dýrðlegan þroska á seinni árum. List- fengi eiga þeir afar mikið. Nærri alt fólkið í landinu til- heyrir lútersku kirkjunni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.