Sameiningin - 01.06.1940, Side 3
^ami'tmitgtn.
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Í8lendin<i<>
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheivu
Ritstjórar:
Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A.
Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A.
Séra Rúnólfur Marceinsson, 49 3 Lipton St., Winntpeg.
Féhirðir: Mrs, B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
55. ÁRG. WINNIPEG, JÚNf, 1940 Nr. 0
Hirðisbréf biskupsins
....... _
(Framh.)
Biskupinn sér þjóðlífið í hinu nánasta sambandi við
kirkjuna. Er það í alla staði rétt. Hann krefst þess ekki,
að kirkjan eignist neinn varhugaverðan veraldar valdasess
heldur hitt að hún sé alstaðar samvizkusamlega á verði,
þjóðinni til nytsemdar og blessunar. Hún á ekki að láta
sér “neitt vera óviðkomandi sem horfir til þjóðfélagslegra
heilla.” Hún getur tekið ákveðinn, virkan þátt í líknar-
málum og öllu því er lýtur að góðu siðferði. Heilbrigði- og
atvinnumál geta fengið milcla og holla aðstoð frá kirkjunni.
Á margt annað getur hún lagt hönd án þess að hrifsa í sínar
hendur stjórnarfarslegt dómarasæti. Hún á að anda góðum
áhrifum á öllum sviðum þjóðlífsins- Hún á að þjóna en
ekki drotna.
Sýnishorn af því sem biskupinn segir er þetta:
“Vér höfum, elskulegu bræður, hið ábyrgðarmesta og
vandasamasta, og jafnframt helgasta hlutverk með þjóð
vorri. Vér eigum að ganga inn í helgidóma þjóðarinnar og
kenna henni hin eilífu sannindi, veginn til Guðs. Vér eigum
að vera leiðtogar hennar í öllu því, sem fyrir kemur á veg'-
ferð lílsins. Presturinn á að lifa með þjóðinni í gleði og
sorg, standa við hlið einstaklingsins á áhrifastundunum í
iífinu, sem vinur og bróðir; sterkur, göfugur ráðgjafi.”