Sameiningin - 01.03.1941, Qupperneq 4
34
Ef sannleiks megin situr þú
og sannleik mæla vilt,
og lætur ei þig glepja geip
og gamburyrðin trylt,
þá muntu lúta höfði heill
og honum lotning tjá,
og hrifinn dásemd dýrðar hans
munt Drottin þinn þar sjá.
N. S. Th.
Hvað líður kirkjunni ?
Þegar öll bygging heimsins leikur á reiðiskjálfi, þá er
ekki nema eðlilegt, að margir góðir menn séu nokkuð á-
hyggjufullir um afdrif kirkju og kristindóms í þeim um-
brotum. Horfurnar eru alt annað en glæsilegar. Kirkjan
í hers höndum að heita má, bæði með Norðurálfuþjóðum
og' víðar um heiminn. Al' þeim sökum er kristniboðið
“munaðarlaust” á mörgum stöðum: fær ekki sinn venju-
lega styrk heiman að og bjargast því lítt af. Heimsveldi
fjögur, eða þeir menn sem þar ráða lögum og lofum, þröngva
nú kosti kirkjunnar á allar lundir. Aðferðir ýmiskonar,
en sama stefnan hjá þeim öllum. Verði sú stefna ofan á i
heiminum. þá má kirkjan eiga von á fjötrum og þrengingu
fyrst um sinn.
Þessar horfur eru nú varla hughreystandi. En þó er
enn eftir að minnast á efnið, sem alvarlegast er. Það er um
kirkjuna sjálfa, hvort hún standist nú þessar þrautir. Mun
hún hala skilning og þrek til að rækja köllun sína? Eða
mun henni glepjast sýn í hættunni? Mun hún vinna það
sér til friðar að “vikja af götu sannleikans?” Eða munu
nú lcristnir menn lyllast nýjum móði við erfiðleikana, leita
nýrrar helgunar, fylkja sér utan um merki Krists og bera
það öruggir fram á hólminn?
Undir slíkum spurningum er framtíð kirkjunnar komin,
eða undir svarinu sem hún gefur, réttara sagt. Og hún
má ekki svara með orðum einum, heldur í verkinu. Eitt
skulu menn hafa hugfast, þegar svart er útlitið, eins og það
er nú: öll sú gæfa og öll sú ógæfa, sem kirkjan hefir haft
af að segja frá upphafi sögu sinnar til þessa dags, hefir
stafað innan að, úr lífstefnu og hugarfari kristinna manna,