Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1941, Side 15

Sameiningin - 01.03.1941, Side 15
45 Það gjald fyrir mína misgjörð er meira vert en himinn og jörð; hans sorg, skjálfti og hjartans pín hjá Guði er eilíf kvittun mín. Svona lýsir skáldið góða þeirri mynd, sem frammi fyrir hugskotssjónum hans stendur út af þessum helga við- burði píslarsögunnar, og svona leggur hann út af þeirri mynd af hreldum og særðum Jausnara sínum, j)egar hann er svo nærri því að vera yfirbugaður í stríðinu, og leitar á náðir hins heilaga og himneska föður í hinni djúpu og ein- lægu bæn í grasgarðinum. Það er okkur vissulega til sálu- bótar að heyra o;g athuga þann auðmjúlca og fagra boðskap frá hinu kæra sálmaskáldi þjóðar vorrar. En nú langar mig' til að athuga líka þessa mynd frá nokkuð öðru sjónarmiði en því sem sálmaskáldið hefir sér- staklega tekið hér. Og þessvegna hið eg ykkur að horfa aftui' á myndina með mér og athuga hana: Siðasta mál- tíðin ógleymanlega með lærisveinunum var alveg nýfastað- in, og þeir gengu allir saman út í grasgarðinn, þann hinn friðsæla og lagra stað, sem hafði sjálfsagt oft laðað þá til sín áður, þegar öðruvísi stóð á. Allir saman, segi eg, en minnist þess þó jafnframt, að Júdas ískaríot fór ekki með þeim, því hann var genginn úr hópnum. Rétt innan við hliðið staðnæmast þeir, nema Jesús sjálfur og þeir þrír lærisveinar, er ávalt virtust standa honum næstir, Pétur, Jakob og' Jóhannes. Þeir fjórir héldu enn áfram nolckru lengra, svo staðnæmdust postularnir þrír, og lögðust sam- stundis til hvíldar, því þeir voru yfirkomnir af þreytu. Við getum auðveldlega skilið, að Jesús sjálfur var þó ekki sizt yfirkominn af þreytu. En samt hélt hann enn áfram nokkru lengra — aleinn. Og þar féll hann fram á ásjónu sína og tók að biðjast fyrir. Sú bæn getur ekki liðið neinum þeim lir minni, sem hefir hugsað um hana í alvöru og náð tökum á innihaldi hennar og anda. Enda má það segja um myndina alla, sem þar opinberast fyrir hugskotssjónum okkar, að það getur varla hugsast að hún gleymist nokkrum þeim, sem virkilega hefir séð hana. Myndin er viðkvæm og hrífandi jafnframt því að vera ógleymanleg. En út af því að horfa nú á myndina, er það einkum ein hugsun, sem grípur huga minn með ómótstæðilegu afli. Sú hugsun

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.