Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1941, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.03.1941, Qupperneq 14
44 sig í'ast í sálu Hallgríms Péturssonar, hins ástsæla Passíu- sálma skálds þjóðar vorrar, og vegna hinnar frábæru sagnar- gáfu og skáldskapargáfu hefir hann getað lýst þeim mynd- um svo vel, að þær hafa orðið lesaranum jafnvel enn ó- gleymanlegri en áður. Það er oft dásamlegt hvernig hann Jýsir þeirn myndum og leggiir út ai' þeim. Mynd sú, sem textinn flytur hefir ekki á neinn hátt orðið útundan hjá skáldinu. Hann lýsir henni fagurlega í sínum eigin orðum og hann leggur vel og fallega út af henni. Mig langar því til að minna ykkur á það hér hvernig sú mynd kemur hon- um fyrir sjónir, og hvernig hann talar um myndina. Það birtist okkur í öðrum Passíusálminum, og vil eg tilfæra þar ellefta til fimtánda vers. Hjartanlega varð harmþrunginn herrann Jesús, í þetta sinn, holdið skalf við það feikna fár, flóðu í vatni augun klár; sagði grátandi: sál min er svo alt til dauða hrygg í mér. Hart nær steinsnari frá þeim fór, féll strax til jarðar Drottinn vor flatur sitt blessað andlit á; ógnarleg kvöl hann mæddi þá; hjartað barðist í brjósti heitt, bæði var líf og sálin þreytt. Samvizkan mig nú sjálfan slær, sé eg það gjörla, Jesú kær, mín synd, mín synd, hún þjáði þig. Þetta alt leiðstu fyrir mig. Aví, hvað hef eg, aumur þræll, aukið þér mæðu, Drottinn sæll. Mér virðist svo sem mín misgjörð sé meiri’ að þyngd en himinn og jörð; Því Jesús það föðursins orðið er, , sem alt með sínum krafti ber, flatur hlaut þó að falla þar, þá fyrir mig bar hann syndirnar. Hjartans gleði og huggun traust hér gefst þér, sál mín, eíalaust.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.