Sameiningin - 01.03.1941, Síða 8
38
örfá dæmi. I>að starf, sem liggur eftir Norðurálfutrúboðið
á þessum svæðum og víða annars staðar, getur víst enginn
maður metið að verðugu. Og þá má ekki gleyma hinu
mikla starfi Þjóðverja og Hollendin-ga á Indlandseyjunum.
Hvergi nokursstaðar í víðri veröld hefir kristniboðið haft
meiri árangur á síðari árum, heldur en þar. Mótmælendur
í Japan, Kína, Kóreu, á Filippseyjum og í öllum öðrum
Asíulöndum fyrir austan Burma og Indland, allir til samans,
eru ekki eins fjölmennir eins og kristna fólkið á þessum
eyjum. Þar eru þrjú kirkjufélög, sem telja um eða yfir
fjögur hundruð og fimtíu þúsund meðlimi hvert. Mega
því allir sjá það, að hér er engin dauðvona viðleitni að biðja
um stundar-grið.
Kirkjurnar hér í Vesturheimi hafa tekið að sér að safna
þessu styrktarfé, eins og áður var að vikið. Þær hafa skift
verkum með sér, og fer skiftingin eftir kirkjudeildum, eðli-
lega; lúterskir menn, til dæmis, líta eftir lúterska trúboð-
inu. En þó er þessi skifting alls ekki fastbundin. Allar
kirkjudeiidirnar hafa samtök með sér um þett'a verk; þær
útbýta fénu eftir þörf, en ekki eftir flokkaskiftingu eða
j)jóðerni. Lútersku félögin tóku höndum saman um sinn
þátt í hjálpinni, sem sagt. Hafa þau skipað nefnd, sem
annast fjársöfnunina; og hún leitar nú til allra trúbræðra
vorra hér vestan hafs eftir gjöfum og liðsinni.
Ef svo illa skyldi nú fara. að hjálparféð — þessi hálf
önnur miljón, eða þrjú til fjögur cent á hvern safnaðarlim
árlega — næðist ekki saman í Vesturheimi, þá yrði skaðinn
ómetanlegur, sem af því mundi hlotnast, bæði fyrir kristni-
boðið, og ekki síður fyrir hérlent kirkjulíf. Þessar mun-
aðarlausu missiónir mundu fara í niðurníðslu víðast hvar,
og sumar hverfa úr sögunni. Söfnuðir eru til á vegum
kristniboðsins, vitaskuld, nógu þroskaðir og nógu sjálf-
stæðir til að bjargast á eigin býti. En hinir eru miklu
fleiri, sem enn eru smáir og veikir fyrir; þeir þurfa stuðn-
ing. bæði andlegan og efnalegan, til að lifa. Bregðist hjálp.
in, þá stendur það fólk uppi berskjaldað, varnarlaust, um-
kringt af heiðingjalýð og heiðnu þjóðlífi. Allir geta skilið,
hver afleiðingin mundi verða á fáum árum. Starfið mundi
þokast langar leiðir aftur á bak og þurfa mörg ár lil að ná
sér eftir þann ósigur. En kirkjan hér heima fyrir, mundi
hún bíða nokkurn slcaða? Vissúlega. Að hafna dreng-
skapnum er aldrei gæfuvegur. Hjálpin er auðveld, en