Sameiningin - 01.03.1941, Síða 16
46
stendur í sambandi við þessi orð í frásögunni: “Og hann
(Jesús) gekk . . . lengra áfram . . .” Frá hvaða sjónar-
iniði sem er, og í öllu tilliti gengur Jesús lengra en nokkur
annar á jörðu, í öllu því sem göfugt er, gott og dýrðlegt.
Hann hefir gengið lengra en nokkur annar í dýpt auðmýkt-
arinnar, hann hefir gengið lengra en nokkur annar í dýrð
réttlætisins; hann hefir gengið lengra en nokkur annar i
einlægri ákefð bænarinnar; hann hefir gengið lengra en
nokkur annar í hátign kærleiksþjónustunnar. Jesús hefir
líka gengið lengra en nokkur annar í réttsýni, stjórnvizku,
hversdagslegri ráðvendni, og í þv( að benda á hinar beztu
leiðir til sigurs fyrir einstaklinga, mannhópa og þjóðir.
Ennfremur hefir Jesús gengið lengra en nokkur annar í
lornfýsi, fórnfærslu og krossburði, “því meiri elsku hefir
enginn en þá, að leggja lífið í sölurnar fyrir vini sína.”
Jesús hefir gengið lengra en nokkur annar. Spámenn,
postular og guðsmenn allra alda hal'a að sönnu gengið
langt með honum, líkt og postularnir þrír, sein í grasgarð-
inum fylgdust með honum nærri alla leið. Þeir hafa margir
gengið dýrðlega langt á vegi sannkristilegs lifs og trúar-
legrar fullkomnunar. En Jesús einn hefir gengið lengra
áfram en allir aðrir á jörðu.
Þegar eg svo lít á þessa mynd, og sé i anda kynslóð-
irnar eina eftir aðra, þar sem postular, guðsmenn og trúar-
hetjur hafa gengið svo dýrðleg'a langt á þessum vegi lífsins
og fullkomnunarinnar, en minnist þess jafnframt, að Jesús
hefir gengið lengra áfram á þeim vegi en nokkur annar, þá
staðfestist og þroskast hjá mér trúin á Jesúm sem Guðs
son, Guð-mann og guðlegan frelsara er komið hefir til jiess
að leggja fram líf sitt okkur til lífs og sigurs. Hann stend-
ur frammi fyrir hugskotssjónum inínum, einn og ölluni
framar, í björtu Ijósi síns guðdóins og heilagleika. Eg sc
hann í anda sem frelsarann, er gefur líf sitt til lausnargjalds
fyrir marga, — til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki
heldur hafi eilift líf. Þessari mynd af Jesú vil eg halda á
lofti nú á föstunni, — þeirri mynd af honum vil eg halda á
lofti allan ársins hring; og hvað sem heimurinn eða heims-
andinn kann annars að segja, vil eg af öllu hjarta vona,
óska og biðja, að sú mynd fölni aldrei fyrir hugskotssjónum
okkar, heldur verði þar altaf skýr og hrein, í vegsemd og
mikilli dýrð.